Saga - 1962, Síða 18
358
BJÖRN SIGFÚSSON
af. Nú gengur honum hey af, þá er honum rétt að selja
það. Eigi er hann skyldur að taka leigufé til.“ — Mikil-
vægt var landseta þetta, að ekki mætti knýja hann til að
taka leigufé umfram það, sem í fyrstu hafði verið áskilið.
Á fölu heyi landseta, sem kyrr sat á jörð, var landsdrottni
ekki veittur sérlegur forkaupsréttur. Nokkurn veginn allt,
sem höfundi Hæns. hefði mátt vera kunnugt úr fornlögum
um leiguliða, sýnist vera í ósamræmi við skáldlega réttar-
hugmynd hans um þá og hinn gjöfula Blund-Ketil, — líkt
og Hæns. er í ósamræmi við sannari sögur um atburðina,
sem í brennumálunum gerðust.
Þegar framangreind varnarákvæði leiguliða voru tekin
upp úr Grágás við samning Jónsbókar (því að á Lands-
lögum var ekkert að græða þar), hefur Jón Einarsson skot-
ið inn setningu hagstæðri landsdrottni: „Leiguliði skal
eigi lóga fé sínu til þess, að hann selji hey af jörðu; en ef
hann gerir það, þá á landsdrottinn hálft heyverð" (útg.
1904, bls. 138).
Þótt atvik öll í Hæns. séu óskyld þessu, er hér um hömlu
að ræða, sem full þörf gat reynzt á að beita við hina ráð-
lausu leiguliðategund, sem treysti fast á forsjón lands-
drottins síns án þess að þurfa að sýna honum heilindi í
móti. Aldarblær Hæns. er jafnungur Jóni lögmanni.
„Grimmd brennumanna, þar sem hvert mannsbam í
örnólfsdal er brennt inni, er því ótrúlegri sem sakir voru
jafnlitlar. Þorvaldur átti einskis að hefna, Arngrímur vígs
sonar síns á Erni austmanni, þó að hann gæti að vísu litið
á Blund-Ketil sem ráðbana Helga. Þetta einstaka dæmi
um aðfarir við brennu virðist ekki vera vandlega hugsað,
segir Sigurður Nordal (Isl. fornrit III, bls. XXV).
Það er satt, að jafnvel í hroðalegustu brennum Sturl-
ungaaldar, að Lönguhlíð og Flugumýri, sýndu sækjendui
viðleitni að veita saklitlum grið, og ekkert bendir til,
höfundur Hæns. hafi fengið þessa „grimmd“ sína úr göml-
um sögnum. En þarna hygg ég hann láti illmennið Hænsa-
Þóri framfylgja rökrétt staðhæfingu sinni, að Blund-Ketil