Saga - 1962, Síða 20
360
BJÖRN SIGFÚSSON
aldarinnar, en það er deilan um rétt innlendra höfðingja
til að leggja lag á varning kaupmanna. Að góðum sögusið
lætur höfundur Hæns. bæði Tungu-Odd, sem fylgir kröf-
unni eftir, og örnólfsdalsfeðga og örn stýrimann, sem
gera hana að engu, hafa nokkuð til síns máls, en er alger-
lega á bandi hinna síðarnefndu. Engar líkur verða sýndar
á því, að í sögnum á dögum Ara fróða, sem getur örnólfs-
dalsbrennu fyrstur, hafi nein misklíð um þvílíkt efni ver-
ið aðdragandi að brennunni. Mun þá annaðhvort, að áhugi
Islendinga í 13. aldar byrjun á verðlagningu þessari x)
hafi örvað sagnamyndun um hana og freistað manna að
tengja sagnirnar við sögualdarhetjur, eða höfundur Hæns.
hefur fyrstur manna tengt þessa deilu við höfðingjanöfn
frá 10. öld og gert hana að meginatriði í söguupphafi sínu.
En hvort sem réttara kann að vera, er hér ekki um sanna
söguheimild, heldur bókmenntasögulega þróun að ræða.
Verðlagsþróun 13. aldar1 2) hlaut að torvelda og tor-
tíma að lokum verðlagseftirliti íslenzkra goða, þótt kon-
ungsvald hefði eigi ráðið úrslitum um það. Síðan 1215
virðist konungsvaldið hafa verið einbeitt kaupmanna meg-
in í málinu, en full uppgjöf af hálfu þeirra, sem kröfðust
íslenzka verðlagseftirlitsins, er hvergi staðfest í riti fyn*
en með samþykkt Jónsbókar 1281.3)
1) Sbr. einkum Jón Jóhannesson, íslendinga saga I, 1956, 284—
86, og í því sambandi átök Snorra Sturlusonar á Borg við kaup-
menn um 1203.
2) Sbr. t. d. Sögu 1960, línuritin bls. 89—90.
3) Járnsíða virðist hvergi snerta það efni, en Jónsbók hefur
miklu skýrari ákvæði um almennt samningafrelsi, sem fela óbeint
í sér bann við þeim höftum, er Hæns. telur Tungu-Odd hafa beitt.
Þess utan má benda á Jónsbókarákvæði í kap. Um vanvirðing af
útlendum mönnum (útg. 1904, 34): „Það fyrirbjóðum vér og fuH'
komlega, að stýrimenn eða landsmenn taki aðrir hvorir samheldi
með fésektum að kaupa eða selja dýrra varning sinn en svo seiu
kaupi og sali semja sjálfir sín í milli. En hver er að því verður
vitnisfastur svari slíkri sekt konungdóminum fyrir hvern sem hann
setti viðurlögu á einn hvern.“ — Ákvæðið virðist mjög hagstætt
Björgynjarkaupmönnum, sem sigldu svo fáir til íslands, að verð-