Saga - 1962, Qupperneq 21
STAÐA HÆNSA-ÞÓRIS SÖGU
361
Konungsþjónusta og aldursákvörðun sögunnar.
Það væri synd að segja, að höfundur Hæns. hafi engan
áhuga haft á réttarhugmyndum samtíðar sinnar og sigri
þeirra hugsjóna, sem konungsviljinn studdi og studdist
við. Með þessu er á hinn bóginn ekkert um það sagt, að
hann hafi haft þá meðvitund, að einn helzti tilgangur þess-
arar skemmtisögu væri það, sem 20. aldar menn kalla
„tendens" og áróður. Jafnvel á 20. öld er mörgu skáldi
það hulið, meðan það er að semja sögu, að skoðanir í henni
muni þykja pólitískt litaðar og séu það raunar. Þótt mað-
ur með andlegt rúmtak og þjóðmálareynslu á borð við
Snorra Sturluson gæti látið höfðingja frásagna sinna birta
stórpólitísk sjónarmið í ræðum, sem hann lagði þeim í
munn, finnst mér höfundur Hæns. varla gera sér ljóst, að
hann þjóni sérstakri stefnuskrá. Sýnt er, að honum var
Þegar innrættur sá skilningur mest, sem vænta mætti hjá
hverjum sagnaritara aldarfjórðungi síðar en hann reit.
Öðru máli gat gegnt um skilning stjórnmálamanna á
gildi sögunnar, er þeir lásu hana árið 1280. Væri hún tek-
in trúanleg í öllu, fundust þar dæmi því tvennu til stuðn-
ings, að ekki hefði verið fráleitt að eiga í lögum vorum um
960 sum þeirra nýmæla Jónsbókar sem úfar risu gegn á
hingi 1281, og krafa innlendra forráðsmanna um að leggja
lag á vöru kaupmanna hafi allt frá 10. öld verið ójöfnuður.
Hæns. hefur verið rituð í einhverju sambandi við Reyk-
holt, þar sem þá bjó Egill sonur Sölmundar austmanns
(ísl. fornrit III, formáli XXXIV), en móðir Egils var
föðursystir Sturlu lögmanns og kært með þeim frændum.
^SiH (d. 1297) var einn hinn tryggasti konungsmaður á
Islandi, síðan Hallvarður gullskór átti vetursetu í Reyk-
holti fyrrum, og leikur vart á því vafi, að þess hefur verið
agssamtök þeirra í milli hefðu aldrei þurft að verða vitnisföst,
íl0rna sérleg mistök hentu, en framleiðendur útflutningsvöru á ís-
andi gátu eigi haft dulin samtök. Texti banns þess kann að hafa
s ytzt síðan 1281 („kaupa eða selja ódýrra“ segir eitt af hdr.).