Saga - 1962, Síða 23
STAÐA HÆNSA-ÞÓRIS SÖGU 363
Flettum upp í Árnasögu.
Það er hörmulegt skarð í réttarsögu og ekki síður bók-
menntaskilningnum tjón, að enginn íslenzkur lögmaður
tuganna 1271—1300 lét liggja eftir sig samfellda greinar-
gerð um nokkurn þátt löggjafarbreytinganna. Vitneskja
um rollur bænda tvær á þingi 1281 er hartnær engin bót
í máli, svo tilviljunarkennt er efnið, sem talið er upp úr
þeim. Skráin um mótmælaatriði Árna biskups Þorláksson-
ur gegn Jónsbók á því þingi tekur til 23 efnisliða og mun
eigi tæma ágreiningsefnin öll, en veitir þó skýra mynd
bæði af meginstefnu biskups og þeim tegundum smærri
mála, sem hann vildi eiga samstöðu um við óánægða bænd-
ur. Vitneskjan um deilur þessa þings og alla aðferð við
lögtöku Jónsbókar er hvergi letruð í heimildum nema í
sögu Árna biskups (Bisk. I, áður tilv.).
Við leitina þar, til að finna jafngamalt réttarhugmynda-
stig og skyggnzt hefur verið eftir í Hæns. um stund, verð
ég að sneiða hjá allri gagnsókn biskups til varnar Skál-
holtshagsmunum eða varnar ályktuninni frá 1253, Kristin-
rétti frá 1275, sættargerðinni í Túnsbergi 1277. Eigi er
heldur rúm til að fjölyrða um andóf gegn ákvæðum, sem
honum jafnt og lögréttumönnum þóttu óhentug landsbú-
lnu- Dæmi þess mætti nefna mótmæli gegn ábyrgð lands-
drottins á því, ef hús hrynji á menn eða fénað, en Jónsbók
(útg. 1904, 132) gerir ráð fyrir þeirri ábyrgð, ef lands-
drottinn hafi eigi lagt til nægan húsavið, — sem gat verið
ahtamál. — Timburskortur og landskjálftar á Islandi gátu
stuðlað að mótmælum gegn norskri reglu hér.1) Eins gætir
Uokkurra mannúðarmála í tillögum biskups.
Það þótti lítt bærilegt, að Jónsbók gerði 40 tegundir af-
hrota að óbótamálum og féllu þar allar eigur sekra í vald
onungs eftir Járnsíðu, en vægari reikningsháttur ákveð-
1) Um tjón á fólki og fénaði af landskjálftum syðra t. d. 1164,
2, 1211 og 1240 nægir að vísa til yfirlits Þorvalds Thoroddsen:
arðskjálftar á Suðurlandi, Kh. 1899, 24-25.