Saga - 1962, Qupperneq 24
364
BJÖRN SIGFÚSSON
inn í Jónsbók. Fátt eða ekkert í lögbókinni hefur konungi
þótt sér brýnna en þetta, enda í samræmi við tekjuþarfir
hans og evrópskan refsiréttarskilning. Mótspyrna biskups
og bænda var því ekki líkleg til árangurs, en bregður ljósi
yfir andstæða hagsmuni konungs og lands, — „rómaði (þá
ræðu) múgurinn og taldi, að ómátulegt væri að vera undir
hvorutveggja, XL óbótamála, er í bókinni stóðu, og XXXV
banna, er í bréfinu stóðu“ (Bisk. I, 720). Þjóðinni hafði
ekki reynzt svo enn, að refsiharkan yki réttaröryggið, og
leit einnig lengstum síðan á þetta sem fjárkúgunarráð-
stafanir til auðgunar konungi og klerkdómi. Einkennilegt
er orðalagið í Árnasögu, sem þó er hákirkjuleg heimild,
að múgurinn taldi eigi glæpamenn eina, heldur sig „vera
undir hvorutveggja", tugum óbótamála og bannsaka.
Ekki þarf lengi blöðum Árnasögu að fletta til að sýna,
hve hún og biskupinn stóðu föstum fótum í jarðvegi hins
gamla innlenda réttar. Það var því ekki nema sjálfsagður
hlutur, að biskup skyldi kveða manna fastast að mótmæl-
um gegn ákvæðinu, að sá skuli ógildur, sem verst með oddi
og eggju gegn því að láta hey af höndum, en slíka heytöku
með valdi litu bændur enn sömu augum sem rán, eins og
Grágás segir.
Loðinn sneri heim að unnum sigri 1281 og tók með sér
bænarskrár um atriði þau, sem hann taldi von til, að kon-
ungur féllist á að breyta í Jónsbók. Um flest þeirra bað
einhver aðili óháð hinum, en nú „báðu þeir allir, að sú
klausa væri úr felld: „ef hann ver oddi og eggju, sé ógild-
ur, hvort sem hann fær sár eða aðrar ákomur; ef hann
deyr, sé undir konungs miskunn.“ (Bisk. I, 723).
Með Réttarbót 1294 og öðrum réttarbótum síðar var
ýmsu breytt í Jónsbók, sem kunnugt er, en við þessum
kapítula hafa löggjafar vorir aldrei hreyft. Síðan Loðinn
lét í haf með bænarskrárnar og menn hugðu víst vera, að
breytt yrði þessu, sem skipti konung svo litlu máli, virðist
sem niður hafi fallið eftirrekstur biskups og innlendra
stórmenna um það. Sigur nýs réttarskilnings varð skynd1'