Saga - 1962, Síða 25
STAÐA HÆNSA-ÞÓRIS SÖGU
365
lega alger, sá sem í þessum eignarnámsmálum má nú kenna
við Hænsa-Þóris sögu.1)
Mér virðist ónóg að sjá ekki neitt nema tilviljun í niður-
falli beiðnar, sem allir höfðu stutt. Það væri m. a. í ósam-
ræmi við festu íslendinga um marga aðra hluti og árang-
ur, sem þeir náðu um margt á aldarfjórðungnum 1290—
1314. Biskup og fleiri hafa séð sig um hönd.
Eigi var svo, að árgæzka gerði fjandmenn þess eignar-
náms andvaralausa um, að til þess yrði stundum gripið
aeð fullri hörku. Hænsa-Þórir bar ugg fyrir mörgum felli-
vetrum, sem komið gætu í röð, — „hvað skal eg þá hafa
annan vetur, ef þá er slíkur vetur eða verri?“ — Eitt
þeirra fágætu tímabila hófst samkvæmt Lögmannsannál
um 1287, „komu harðla stórir vetur margir í samt og
naanndauður af sulti eftir það“. Einn af þeim var snjóa-
vorið 1290 (fellivetur mikill, Flateyjarannáll), en hámark-
ið kom þó veturinn eftir, sem annálar kalla Miklavetur eða
Eymuna hinn mikla. Bólnasótt gekk um allt land 1291 og
1292, en 1293 var það grasleysið, sem mest þjakaði, að
sögn Gottskálksannáls.2)
Þótt strjál fellisár og mannúð kynnu að hafa aukið kröf-
unni um eignarnám á heyjum fylgi, mundu flestir, sem
ntióti stóðu 1281, hafa tekið enn fastar undir með röksemd
Hænsa-Þóris sumrin 1291—93 með 5 vandræða- og felli-
vora staðfestingu á svartsýni hans að baki og enn í vand-
rseðum að afla heyja. Þau sumrin mun það hafa gerzt, að
réttarbótin væri undirbúin, sem veitt var 1294 og ekkert
1) Til marks um lífseigju tvennra ósættanlegra skoðana á hey-
toku i harðindum mætti nefna tiltekna 19. aldar árekstra, sem Guð-
Uiundur Priðjónsson sneri í skáldsöguform 1909: Gamla heyið, Tólf
s°gur (1915), 29—43. Friðjón faðir skáldsins, d. 1917, starfsamur
uiaður að sveitarmálum og forðagæzlu bænda, notaði Jónsbók lög-
°ka mest, og skoðunum hans fylgir oddviti í smásögunni.
2) íslenzkir annálar. — Þorvaldur Thoroddsen: Árferði á Is-
landi, 33.