Saga - 1962, Page 31
Einar Bjamason:
Auðbrekkubréf og Vatnsfjarðarerfðir
Þorleifur Árnason og Kristín Björnsdóttir, foreldrar
Björns ríka hirðstjóra á Skarði, erfðu mjög mikið fé eftir
foreldra sína. Kristín var einkaerfingi sinna foreldra, og
Þorleifur var eini lögerfingi föður síns og væntanlega
einnig móður sinnar, þótt ekki verði með vissu um það
sagt, því að hún er ókunn.
Þau bjuggu fyrst, líklega um 10 ár búskapar síns, á
helztu jörð Þorleifs, Auðbrekku í Hörgárdal, en síðar
bjuggu þau í Vatnsfirði, sem foreldrar Kristínar höfðu
átt. Margt hefur verið ritað og birt á prenti um nefnd
hjón. Sumt af því eru ágizkanir um ættfærslur, og er
stundum byggt á ágizkunum, sem eru rangar, eða gizkað
er á ættfærslur eftir röngum staðhæfingum um eignar-
heimildir. M. a. hefur hvergi komið enn fram á prenti hin
rétta eignaryfirfærsla á Auðbrekku til Þorleifs Árnason-
ar, og Vatnsfjarðarerfðirnar hafa verið misskildar. Hér
verður nú gerð grein fyrir því, hvernig eignir þessar erfð-
Ust og bárust í hendur Þorleifi og Kristínu, og jafnframt
Verða leiðréttar skekkjur þær í ættfærslum, sem á prenti
hafa verið birtar um forfeður þeirra.
Auðbrekkubréf.
20. september árið 1508 eru endurrituð 3 bréf á Möðru-
yðllum í Eyjafirði.1) Tvö þeirra varða jörðina Auðbrekku
í Hörgárdal. Hið eldra er frá 1406 og skýrir frá því, hvern-
f Jörðin barst að erfðum og kaupi til Þorleifs Árnasonar,
öður Björns ríka hirðstjóra, en hið yngra er frá 1445 og
D- I. VIII, 240.