Saga - 1962, Qupperneq 32
372
EINAR BJARNASON
skýrir frá því, að Einar sonur Þorleifs seldi Eiríki Lofts-
syni, mági sínum, jörðina. Jörð þessa hefur Guðný, systir
Einars, kona Eiríks, fengið í mála sinn, með því að systur
hennar, Solveig og Helga, erfa hana eftir Guðnýju, sem dó
án þess að eiga skilgetið afkvæmi á lífi. Solveig seldi Helgu
sinn hluta, helming jarðarinnar, og erfði jörðina síðan
dóttir Helgu, Þórunn Skúladóttir Loftssonar, sem átti
Stein lögréttumann, son Brands lögmanns Jónssonar. Þór-
unn, Steinn og börn þeirra dóú öll í plágunni 1495, og var
talið, að Steinn hefði lifað börn sín, en þau móður sína.
Hann hefði því erft jörðina, en síðan Páll sýslumaður
Brandsson Stein bróður sinn. Þá erfðu skilgetnir sonar-
synir, Þorleifur og Benedikt Grímssynir, Pál Brandsson
afa sinn, og munu þeir hafa verið á tvítugsaldri, þegar
fyrrnefnda endurritið var gert, 1508. *)
Þriðja bréfið var um sölu Helgu fyrrnefndrar Þorleifs-
dóttur á jörðinni Holtastöðum í Langadal til Odds Steins-
sonar árið 1487.2) Oddur sá mun hafa verið dóttursonur
Helgu og mun hafa dáið skömmu síðar án þess að eiga skil-
getið afkvæmi eftir.
Það er elzta bréfið, sem hér verður gert að umtalsefni.
_ /
Það hefur verið misskilið nokkuð af mönnum, sem af þvi
hafa viljað draga ályktanir um ættfærslur, og er því ef-
laust um að kenna, að þeir hafa ekki kynnt sér erfðatal
Jónsbókar nógu vel. Bréfið er mjög Ijóst og veitir óvenju-
lega ótvíræða lausn á erfðaganginum. Það hljóðar svo:
„Öllum mönnum þeim, sem þetta bréf sjá eður heyru,
senda Jón Guðlaugsson etc. kveðju guðs og sína, kunnugt
gerandi, að sub anno domini 1406 á uppstigningardag 1
Odda á Rangárvöllum vorum vér í hjá, sáum og heyrðum
á orð og handaband þeirra síra Vigfúsar Þorbjarnarsonar
af einni hálfu, Þorleifs Árnasonar af annarri, Jóhannesar
Arviðssonar í umboði Ingunnar Gunnarsdóttur konu smn-
1) D. I. III, 713-714 og IV, 664-665.
2) D. I. VI, 599-600.