Saga - 1962, Qupperneq 34
374
EINAR BJARNASON
Samkvæmt bréfinu féll arfurinn í fyrstu eftir Gunnar
Eyjólfsson þeim Árna Einarssyni föður Þorleifs og Ragn-
heiði Sæmundsdóttur móður Ingunnar Gunnarsdóttur, síra
Þorsteins, Bjarna og Guðrúnar, að helmingi hvoru. Arfur-
inn er vitanlega ekki fallinn löngu áður en skiptin gerast,
en nokkrum árum þó, eflaust í svartadauða. Þá dó svo
margt manna og svo óljóst var oft, í hvaða röð fólk lézt,
að ár liðu þangað til frá skiptum varð endanlega gengið.
Það er strax ljóst, að þau eru bæði orðin roskin, Árni og
Ragnheiður, þegar arfurinn eftir Gunnar féll. Árni á upp-
kominn son og Ragnheiður barnabörn, þegar skiptin fara
fram. Hvorugt þeirra getur verið fætt síðar en skömmu
eftir miðja 14. öld, en eru líklega fædd heldur fyrir mið-
bik aldarinnar.
Þau eru auðsjáanlega ekki niðjar Gunnars Eyjólfsson-
ar. Það er skemmst frá því að segja, að ef ekki er um niðja
að ræða, erfa karlmaður og kona ekki að helmingi hvort
eftir erfðatali Jónsbókar nema í þriðju erfð, og er það í
því tilviki einu, að erfingjar séu móðurfaðir og föður-
móðir. Sonarsonur gat tekið jafnt sem dóttir í arf eftir*
fyrstu erfð, en hér er ekki slíku til að dreifa. Það leiðir
því beint af bréfinu, að Árni Einarsson var móðurfaðir
Gunnars Eyjólfssonar, en Ragnheiður Sæmundsdóttir var
föðurmóðir hans.
Jörðin Auðbrekka er sögð 80 hundruð að dýrleika, þeg-
ar jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín er gerð,
1713. Hún hefur verið kostameiri fyrr á tímum, og snemma
á 15. öld er hún metin hundrað hundraða. Þessa jörð keypti
Gunnar bóndi Pétursson 13. apríl 1374, eftir því sem út-
gefandi fornbréfasafnsins hyggur, fremur en nokkrum ár-
um fyrr, árið 1368, svo sem letrað er á afskrift af kaup-
bréfinu. Gunnar gaf fyrir jörðina Hóla í Eyjafirði,
voru fyrsttaldir kaupvotta ólafur og Jón Péturssynir-
Orðalagið „Ólafur og Jón Péturssynir", í stað þess að vera
„Ólafur Pétursson, Jón Pétursson", svo sem venjulegast
er, bendir til þess, að þeir hafi verið bræður, og kunna þe*r