Saga - 1962, Síða 36
376
EINAR BJARNASON
Þorsteinsson, einn voldugastur klerka norðan lands um
þessar mundir. Lítill vafi er á því, að það hafi verið Gunn-
ar í Auðbrekku, sem við hann sættist.
Nú er þess varla að vænta, að jörðin Auðbrekka hafi
margskipt um eigendur á tímabilinu frá 1391 eða jafnvel
1397 til svartadauða, og liggur þá í augum uppi, að nálægt
aldamótunum hafi Gunnar Pétursson dáið, og sonur hans,
sem Eyjólfur hefur heitið, tekið við jörðinni að arfi. Víst
er af Auðbrekkubréfinu frá 1406, að sonur Ragnheiðar
Sæmundsdóttur var Eyjólfur, að ein dóttir hennar, sem
nefnd er í bréfinu, Ingunn, er þar nefnd Gunnarsdóttir,
og er þá lítil áhætta að telja, að hin börn hennar, sem
föðurnafn er ekki greint á, hafi einnig verið Gunnarsbörn,
enda hefði Eyjólfur ekki getað eignazt Auðbrekku að erfð-
um og Gunnar sonur hans eftir hann, nema hann væri son-
ur Gunnars Péturssonar. Eyjólfur hefur því verið eitt
barna Gunnars í Auðbrekku Péturssonar og Ragnheiðar
Sæmundsdóttur, konu hans. önnur voru, eftir bréfinu,
síra Þorsteinn og Bjarni, væntanlega Gunnarssynir, og
skal í því tilefni þess getið, að í skjali gerðu í Bólstaðar-
hlíð 22. marz 1392x) er meðal votta Þorsteinn djákni
Gunnarsson, og getur einmitt vel hafa verið um son Gunn-
ars í Auðbrekku að ræða, með því að djáknar voru á þeim
tímum menn á fyrstu árunum yfir tvítugt, eftir því sem
talið er.
Ingunn var dóttir Gunnars og Ragnheiðar, og er föður-
nafn hennar einnar tilgreint í bréfinu. Hún átti Jóhannes
Arviðsson, sem eftir nafninu að dæma hefur sennilega ver-
ið af norsku bergi brotinn.
Guðrún var systir Ingunnar, væntanlega ógift þá enB
a. m. k. og eflaust Gunnarsdóttir.
Bjarni Gunnarsson hafði átt dóttur, sem Guðrún hét.
en þá Guðrúnu erfði móðurfaðir hennar, síra Vigfús 1
Odda Þorbjarnarson. Guðrún Bjarnadóttir erfði Bjarna
1) D. I. III, 477-78.