Saga - 1962, Blaðsíða 37
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 377
Gunnarsson, föður sinn, og hefur hún því verið skilgetin,
með því að annars hefðu bræður hans eða systur erft hann.
Bjarni hefur því verið kvæntur ónefndri dóttur síra Vig-
fúsar Þorbjarnarsonar og átt eina dóttur barna, Guðrúnu,
sem lifði hann. Hann deyr síðan og móðir Guðrúnar einn-
i&, og síðan Guðrún, barnið. Allt hefur þetta eflaust gerzt
í svartadauða. Síðan erfir síra Vigfús Þorbjarnarson Guð-
rúnu dótturdóttur sína.
Eyjólfur Gunnarsson var kvæntur dóttur Árna Einars-
sonar, systur Þorleifs. Hún hefur eflaust verið skilgetin.
Hún deyr um svipað leyti sem maður hennar, og erfir
Gunnar Eyjólfsson, sonur hennar, hana. Jörðin Kirkju-
lækur í Fljótshlíð var ein þeirra jarða, sem Árni Einars-
son keypti af Birni Jórsalafara Einarssyni 26. júlí 1399.1)
í>að er því eftir þann tíma, sem Árni giftir Eyjólfi Gunn-
arssyni dóttur sína, og má af því sjá, hve ungt barn Gunn-
ar Eyjólfsson var, þegar hann lézt.
Það er rétt að gefa því gaum á þessu stigi, að hér er
verið að skipta arfi, sem menn fyrst komust til að skipta,
eða fyrst höfðu nægilegar reiður á, hvernig skipta skyldi,
Uokkrum árum eða a. m. k. mörgum mánuðum eftir að arf-
urinn féll. Auðvitað hafði bæði Þorleifi Árnasyni fallið
annar arfur eftir Árna föður sinn en þessi, og auðvitað
hafði börnum Gunnars Péturssonar og Ragnheiðar Sæ-
Uiundsdóttur fallið annar arfur eftir móður sína en sá, sem
Hréfið telur. Bréfið snýst einvörðungu um arfinn, sem féll
eftir Gunnar Eyjólfsson, og honum bar að skipta rétt milli
teirra erfingja, sem til þess arfs stóðu, þegar Gunnar dó,
°S síðan milli þeirra, sem til arfs stóðu eftir Árna Einars-
s°n og Ragnheiði Sæmundsdóttur, þegar þau dóu, og er
ekkert samband milli þessarra skipta og annarra skipta,
sem fram hafa farið eftir lát Árna og Ragnheiðar. Því ber
kréfið ótvírætt vitni um það, að Þorleifur Árnason var einn
ú kfi arfgengra barna Árna Einarssonar, þegar faðir hans