Saga - 1962, Síða 38
378
EINAR BJARNASON
dó, og að þau börn Gunnars Péturssonar og Ragnheiðar
konu hans, sem bréfið telur, síra Þorsteinn, Bjarni, Ing-
unn og Guðrún, voru hin einu, sem á lífi voru, þegar móðir
þeirra dó.
Af því, sem að framan segir, sést, að Árni Einarsson
eignaðist fyrst Auðbrekku hálfa að arfi eftir dótturson
sinn, sem varla mun vera fæddur fyrir 1400, en 2—4 árum
síðar deyr, rétt á undan Árna. Auðbrekku átti Árni því
aldrei nema að helmingi og einungis örskamman tíma, og
aldrei hefur hann búið þar, þótt mjög víða sé nú talið svo
í ungum prentuðum heimildum. Kirkjulæk í FljótshlíS
eignasthann aftur hálfan og á jafnlengi sem helming Auð-
brekku, en báða þessa jarðarparta erfir Þorleifur auk
hálfra Steinsstaða í öxnadal og helmings lausafjár eftir
Gunnar Eyjólfsson.
Arfurinn eftir Ragnheiði Sæmundsdóttur féll tveimur
sonum hennar og tveimur dætrum. Eftir Jónsbók átti sonur
að erfa 2 hluta á móti einum til dóttur. Síra Þorsteinn átti
því að fá % hluta, Bjarni %, Ingunn % og Guðrún
Allur arfurinn, sem féll, var
Auðbrekka.........................120 hundruð
Kirkjulækur, sem í jarðabók Á. M.
og P. V. er metinn.............. 50 —
Steinsstaðir í öxnadal............ 30 —
Lausafé alls...................... 60 —
Samtals......... 260 hundruð
eða 2 hundruð hundraða og 20 hundruðum betur. Helm'
ingur þess, 130 hundruð, hefur skipzt svo milli barna
Ragnheiðar:
Síra Þorsteinn hefur hlotið 40 hundruð í Auðbrekku, oí
hefur það verið talið % hlutar. Þann jarðarpart tekur J°'
hannes Arviðsson til sín vegna systranna, og má af Pv
ráða, að síra Þorsteinn hefur verið talinn hafa lifað BjarníO
en systurnar hafa lifað síra Þorstein, sem eftir þessu er