Saga - 1962, Side 40
380
EINAR BJAUNASON
að bræðurnir Eyjólfur og Bjarni eiga báðir hvor sitt barn-
ið kornungt, er þeir deyja, og síra Þorsteinn Gunnarsson
er á djáknaaldri 1392.
Bjarni átti dóttur síra Vigfúsar Þorbjarnarsonar, sem
Lögmannsannáll segir, að árið 1405 hafi látið af ráðs-
mannsstarfi í Skálholti og tekið við því aftur 1409, en
1412 hafi farizt af Svalaskipinu eftir mikla hrakninga.1)
Síra Vigfús hefur líklega tekið Odda á Rangárvöllum,
er hann lét af ráðsmannsstarfi 1405, með því að þar er
arfaskiptabréfið margnefnda skráð. Hann er eftir þessu
að dæma einn höfuðklerka sunnlenzkra og hefur ekki gef-
ið dóttur sína öðrum en jafnbornum manni. Nægja þess-
ar mægðir og mægðir við Árna Einarsson til þess að sýna,
að Gunnar Pétursson hefur verið meðal helztu höfðingja
norðan lands. í handritinu Raslc 53 að hirðstjóraannál síra
Jóns Halldórssonar í Hítardal er að sögn Guðmundar Þor-
lákssonar, útgefanda annálsins (Safn til sögu Islands II,
629), klausa utanmáls með „nýlegri" hendi, er hljóðar
svo: „Eitt lögmannaregistur (segir), að fortogi fyrir Ey-
firðingum í þessum bardaga hafi verið Gunnar í Auð-
brekku, bróðir Helgu.“ Hér er átt við Grundarbardaga og
Grundar-Helgu. Enginn mun nú vita, hvaða „lögmanna-
registur“ gamalt er vitnað í, en þó er það ekki næg ástæða
út af fyrir sig til að rengja þessa heimild, og ekkert er
kunnugt, sem á móti því mælir, að hún fari rétt með. Þessi
ummæli í „lögmannaregistri“ geta vel verið hið elzta, sem
skráð hefur verið um ætt Grundar-Helgu og fyrirliða Ey-
firðinga í Grundarbardaga. Það er ljóst af því, sem hér
á eftir segir, í kaflanum um Vatnsfjarðarerfðir, að
Grundar-Helga hefur ekki verið eigandi eða erfingi a®
Grund í Eyjafirði, og því falla um sjálfar sig allar tilgát-
ur um ætterni hennar, sem byggðar eru á þeirri hugmynd,
að Helga hafi borið jörðina Grund í eigu Björns sonar síns-
Allar tilgátur og fullyrðingar um forustu þeirra, sem að
1) G. Storm: Isl. Ann., 287—90.