Saga - 1962, Side 41
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 381
Smið fóru, eru gripnar úr kvæði Snjólfs skálds um Grund-
arbardaga eftir óljósum vísuorðum, og virðast þau hafa
verið túlkuð miklu frjálslegar en nokkra gagnrýni stand-
ist. Gunnar Pétursson hefði helzt átt að vera á þrítugs-
aldri, þegar Grundarbardagi stóð. Hann er líklega ættaður
innan úr Eyjafjarðardal, með því að hann átti Hóla í
Eyjafirði. Hann kann að hafa verið sá, sem skar upp her-
ör, þegar komu Smiðs varð vart í Eyjafirði, þótt eldri
menn og reyndari hafi skipað fyrir atlögu. Ólafur bóndi
Pétursson, eflaust sá, sem hirðstjóri var á síðari hluta
14. aldar, bjó um tíma í Gnúpufelli í Eyjafirði og mun
hafa verið vottur að kaupbréfinu um Auðbrekku og Hóla.
Hann hlýtur að hafa verið á mjög svipuðum aldri sem
Gunnar, og ef þeir hafa ekki verið bræður, hafa verið uppi
í Eyjafirði um miðja 14. öld tveir Pétrar í höfðingjatölu.
Ingunn Gunnarsdóttir kemur enn við sögu eftir arfa-
skiptin í Odda. Það er sennilega sama konan, sem 19. júlí
1415 í biskupsstofunni í Skálholti afhenti Árna biskupi
Ólafssyni eignarumboð sitt yfir jörðinni Hvalsnesi á
Rosmhvalanesi og yfir öllu öðru sínu gózi í lausu og föstu,
fríðu og ófríðu, með erfðum og óðölum eða umboðum, sem
sinna vegna eða frænda sinna kynni með lögum undir hana
að bera á íslandi eða öðrum stað, svo sem bréfið um af-
hendinguna til tekur.1)
Auðbrekka hefur að líkindum verið álitlegasta höfuð-
bólið, sem Þorleifur fékk í hendur eftir lát föður síns. Árni
íaðir hans var staðarhaldari á Grenjaðarstöðum um tíma,
ei1 hvar hann hefur annars búið, vita menn ekki. Hann
Var ættaður úr Húnavatnssýslu í föðurætt, sonur síra Ein-
^s Hafliðasonar, en skilgetinn var hann ekki fremur en
°nnur klerkabörn. Löggjafir, aðstaða föður hans og senni-
'ega ættleiðing hafa hins vegar skipað honum sess meðal
helztu manna hérlendis. Ókunnugt er um konu hans og
naóður Þorleifs, en vart er ólíklegt, að hún hafi verið Sol-
x) D. I. III, 760-61.
L