Saga - 1962, Síða 43
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 383
öll skil og allar afhendingar eigna og vörzlufjár orðið sein-
unnin. Allt hefur því eflaust ráðizt á árunum 1405—1406,
að Þorleifur, sem kvæntist einmitt árið 1405,settist að
í Auðbrekku, sem hann þá hefur vitað, að hann hafði erft
hálfa, að samningar hafa tekizt um kaup á hinum helm-
ingnum og verið undirbúnir nokkru áður en framangreind-
ir aðiljar hittust í Odda til þess að ganga frá skiptum og
kaupum.
I Auðbrekku hefur Þorleifur væntanlega fyrst sett bú,
er hann afhenti Grenjaðarstaði í hendur Hrafni lögmanni
Guðmundssyni árið 1406. Þar bjó hann, þegar Jón Skál-
holtsbiskup reið norður til Hóla árið 1409, eftir Lögmanns-
unnál. Svo segir í annálnum: „Þorleifur Árnason veitti
biskupinum með mestum heiðri til blíðskapar og býtinga
heima í Auðbrekku." 2) Þorleifur er þá fyrir fáum árum
kvæntur Kristínu ekkju Jóns í Hvammi í Hvammssveit,
Guttormssonar, bróður Lofts ríka. Hún var dóttir Björns
Jórsalafara Einarssonar og Solveigar Þorsteinsdóttur
konu hans. Björn er talinn hafa dáið 1415, og er líklegt,
a® há hafi þau flutzt í Vatnsfjörð Þorleifur og Kristín.
■A-rið 1418 kaupir Þorleifur jörðina Bæ á Rauðasandi, og
eru kaupin gerð í Vatnsfirði.
Vatnsfjarðarerfðir á 13. öld.
í Hrafnssögu Sveinbjarnarsonar segir, að Herdísi dótt-
Hrafns hafi fyrr átt Eyjólfur Kársson, kunnur maður
^ Sturlungaöld, og þeirra sonur hafi verið Eyjólfur, sem
ell á Þverárfundi. Eyjólfur Kársson féll í Grímseyjar-
urdaga 1222 og giftist Herdís þá aftur Sigmundi Gunn-
arssyni. Frásögn Sturlungu má skilja svo, sem það hafi
eri<5 á sama ári, sem Sigmundur kvæntist Herdísi og hann
G. Storm: Isl. Ann., 287.
1 G. Storm: Isl. Ann., 289.