Saga - 1962, Page 45
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 385
í Konungsannál segir við árið 1316: „Herra Eiríkur
kom út í Hvítá.“
Skálholtsannálar segja við sama ár: „Herra Eiríkur
Sveinbjarnarson kom út í Hvítá.“
Flateyjarannáll segir enn við það ár: „Herra Eiríkur
Sveinbjarnarson kom út í Hvítá . . . Útkoma herra Guð-
mundar úr Hlíð. Höfðu gerzt fjórir og XX riddarar á ein-
um degi í Noregi.“
Gottskálksannáll segir við árið 1323: „Útkoma Bene-
dikts Kolbeinssonar með sýslu og Sigmundar fóts Eyjólfs-
sonar með sýslubréf herra Eiríks og herra Ketils.“ Sami
annáll getur þess við árið 1330, að þá hafi herra Eiríkur
ásamt fleiri höfðingjum verið í brúðkaupinu mikla í Haga
á Barðaströnd. Flateyjarannáll getur þessa við sama ár.
Sá annáll segir við næsta ár: „Herra Eiríkur varð aftur-
reka í Krossbússunni,“ og Gottskálksannáll segir það við
sama ár. Hann segir við næsta ár, árið 1332: „Utanferð
herra Ketils og herra Eiríks.“ Flateyjarannáll getur þessa
einnig á sama ári og sömuleiðis Skálholtsannáll.1)
Gottskálksannáll segir enn við árið 1333: „Útkoma
herra Eiríks og kom það eitt skip til lslands.“ Flateyjar-
annáll segir við sama ár: „Kom út herra Eiríkur með
hrosstíðum, er Jóhannes páfi hafði diktað, og kom það
skip eitt til lslands.“ Skálholtsannáll segir við þetta ár:
»Útkoma herra Eiríks á Eyrum in festo Matthei apostoli,
°& það eitt skip kom til Islands um sumarið." Lögmanns-
aunáll hefur að efni til hið sama sem Skálholtsannáll, en
hefur það við árið 1334.
Mörgum annálum kemur saman um það, að Eiríkur hafi
dáið árið 1342.
I Lárentíusarsögu biskups segir svo: „Herra Eiríki
Sveinbjarnarsyni byggðu þeir biskup og Skúli Flugumýri
nm fjögur ár, því að hann hafði þá sýslu í Norðlendinga-
!) G. Storm: Isl. Ann., 344, 151, 205, 393, 346, 347, 397, 398, 348,
406—07.
Saga _ 25