Saga - 1962, Side 48
388
EINAR BJARNASON
kvinna, Vilborg, sem kölluð er frú hertoginna, liggur þar
í sömu kirkju fyrir framan örkina, þar sem skáspónn ligg-
ur í gólfinu."1)
Samkvæmt Gottskálksannál og Flateyjarannál deyr „frú
Vilborg" árið 1343, og í einni gerð Gottskálksannáls (Hóla-
annálum, AM 412, 4to) er hún nefnd Vilborg Sigurðar-
dóttir.1) Heimild þessi er hin eina um föður hennar, og er
ástæðulaust að rengja hana.
1 skrá yfir reka Vatnsfjarðarkirkju (D. I. III, 135—36)
segir svo í upphafi: „Þessa rekaparta á kirkjan í Vatns-
firði fyrir austan Geirhólm, er átt hefur frú hertoginna."
Útgefandi fornbréfasafnsins hugði fyrst, að um væri að
ræða Ingibjörgu Hákonardóttur drottningu, móður Magn-
úsar konungs Eiríkssonar, en taldi svo, að „frú hertog-
inna“ væri Vilborg kona Eiríks riddara Sveinbjarnarson-
ar, enda kemur það heim við sögn Odds biskups, sem að
framan getur. Það er ekki óhugsanlegt, að kona Eiríks
riddara hafi verið titluð „frú hertoginna", annaðhvort af
því að öldin hafi heimilað slíka yfirtitlun eða íslenzkur
almenningur hafi ekki verið svo kunnugur kurteisishátt-
um, að hann kynni að titla á nákvæman hátt konu riddara,
enda hafi Eiríkur eða kona hans gefið byr undir heiti,
sem var öllu virðulegra en sæmdi riddarafrú.
í kaupbréfi því frá 23. okt. 1395, sem er um sölu Bjarn-
ar Einarssonar á hálfri Grund til síra Halldórs Loftsson-
ar, segir m. a.: „hér til sagði hann (þ. e. Björn), að vera
ætti á Grund prestsskyld og djákns og kvengilds ómaga,
hins skyldasta af ætt frú Vilborgar .. .“2)
Ekki vita menn, hver hefur sett ómagaskyldina á Grund,
en það er nokkurn veginn víst, að jörðina Grund, a. m. k.
hálfa, hefur frú Vilborg átt eða haft í heimanmund, ann-
ars hefði ómagaskyldin ekki verið bundin við nánasta ætt-
ingja hennar. Það kemur ekki til mála, að slík ómagaskyld
1) G. Storm: Isl. Ann., 352 og 402.
2) D. I. III, 604-06.