Saga - 1962, Qupperneq 49
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 389
hefði verið sett á, ef jörðin hefði verið í eigu Grundar-
Helgu, móður Bjarnar, xneð því að Helga var ekki einu
sinni gift Einari syni Vilborgar, svo sem síðar segir. 1
testamenti sínu gefur Einar Eiríksson Vatnsfjarðarkirkju
ýmsar dánargjafir og kýs sér legstað þar, en næsttalda
gjöf hans er 5 hundruð til Grundarkirkju í Eyjafirði, og
bendir sú gjöf til þess, að móðir hans hafi verið þaðan.1)
Af því fáa, sem kunnugt er um frú Vilborgu, er það víst,
að hún var Sigurðardóttir, og að hún hefur eftir öllum lík-
um að dæma átt a. m. k. hálfa Grund í Eyjafirði. Það er
án nokkurs efa tilgáta ein, að Vilborg móðir Einars Eiríks-
sonar hafi verið dóttir Einars í Vatnsfirði Þorvaldssonar,
svo sem víða er sagt í ritum, en allar heimildir um þá full-
yrðingu eru ungar, ekki eldri en frá því um 1800. Þá hafa
uienn líklega ekki þekkt föðurnafn Vilborgar og ekki gefið
gaum að eða ekki vitað um ómagaskyldina á Grund. Þá
höfðu menn ekki heldur veitt því athygli, að Grundar-
Helga var ekki eiginkona Einars Eiríkssonar, og hafa að
Hkindum talið hana hafa borið Grund, hálfa a. m. k., í
settina, af því að hún var við hana kennd. Því hafa þeir
talið víst, að Vilborg hafi verið af Vatnsfjarðarætt.
Espholin segir fullum fetum í Árbókum sínum, að Vilborg
hafi verið dóttir Einars í Vatnsfirði Þorvaldssonar. Þessi
fullyrðing hefur fest svo víða rætur síðan, að þær verða
ekki auðrifnar upp, en það verður þó að gera.
Af framansögðu leiða engar líkur til þess, að Vilborg
uióðir Einars Eiríkssonar hafi verið af Vatnsfjarðarætt-
mni. Rekapartar þeir, sem hún átti, geta vel hafa verið
hluti af mála hennar. Hins vegar virðist hún vera ættuð
Eyjafirði og hafa haft hálfa jörðina Grund í heiman-
fy]gju. Af þessu leiðir það, að Eiríkur Sveinbjarnarson
hlýtur sjálfur að hafa borið Vatnsfjörð í ættina. Móðir
hans er ókunn, en ekkert liggur nær að ætla en það, að hún
hafi verið dóttir Einars í Vatnsfirði Þorvaldssonar. Þess
D. I. Iii, 365-67.