Saga - 1962, Qupperneq 50
390
EINAR BJARNASON
er getið í sögu Árna biskups,1) að Einar hafi verið kvænt-
ur, en kona hans er ekki nefnd með nafni. Ekki er þess
getið þar, að hann hafi átt börn með konu sinni, en af því
má alls ekki draga þá ályktun, að þau hafi ekki átt börn,
og eru því meiri líkur til þess, að Einar hafi átt skilgetin
börn, en að svo hafi ekki verið. Engar frásagnir eru um
niðja systkina hans, sem gætu hafa erft hann og þannig
borið Vatnsfjörð í ætt Eiríks Sveinbjarnarsonar, og virð-
ist þó engum blandast hugur um, að Vatnsfjörður hafi
borizt að erfðum til Einars Eiríkssonar. Það kemur einn-
ig mjög vel heim við vegtyllu þá, sem konungur veitti
Eiríki með riddaranafnbótinni, að hann hafi verið óðal-
borinn að einu helzta höfuðbóli landsins.
Hin eðlilegasta, sennilegasta og rökréttasta skýring á
yfirfærslu Vatnsfjarðarhöfuðbólsins frá Einari Þorvalds-
syni til Einars Eiríkssonar er því sú, að Einar Þorvalds-
son, sem er fæddur um 1227, hafi átt dóttur fædda nál.
1250—1255, sem Sveinbjörn Súðvíkingur Sigmundsson
hafi átt og e. t. v. verið síðari kona hans. Þeirra sonur hafi
verið Eiríkur, sem erft hafi Vatnsfjörð, annaðhvort eftir
móður sína, sem erft hafi föður sinn, eða beint frá Einari
afa sínum, sem lifði fram undir 1300.
Sonur Eiríks og Vilborgar var Einar, svo sem gamlar
ættatölur herma og eignarheimildin á Vatnsfirði vitnar
um. Enn fremur hefur líklega verið sonur þeirra Svein-
björn sá Eiríksson, sem dó 1359, eftir því sem Gottskálks-
annáll segir.2) Sá Sveinbjörn hefði þá átt að deyja án þess
að eiga skilgetið afkvæmi, og Einar bróðir hans hefði átt
að erfa hann.
Loks er skilgetin dóttir Eiríks, og þá væntanlega einnig
dóttir Vilborgar, Brigith sú, sem síðar verður nefnd. Hún
átti uppkominn sonarson 1392 og er því varla fædd eftir
1330, en fyrr gat hún verið fædd.
1) íslendingasagnaútgáfan, Biskupasögur I, bls. 413.
2) G. Storm: Isl. Ann., 358.