Saga - 1962, Side 52
392
EINAR BJARNASON
firði sé vanhaldin af hvalskiptum, sem gerð hafi verið á
hvölum þeim, sem „komið hafa á almenningar nú í vor og
fyrri, meður því að bændur þeir, sem fyrstir koma til
hvals, taka fyrst sinn hlut af óskiptu svo mikinn og þar
af hvalnum, sem þeim líkar, en setja kirkjuna í síðasta
skipti, þvert á móti því sem lög votta“. Máldagi Vatns-
fjarðarkirkju er talinn kveða svo á, að hún eigi „fjóratigi
vætta í hverjum hval þeim, sem kemur á almenningar, en
ein samt, ef minna er“. Úrskurðurinn féll á þann veg, „að
kirkjan í Vatnsfirði á fyrst af öllum óskiptum hval, þeim
sem á almenningar komið hefur og koma kann héðan af,
fjóratigi vætta í sinn hlut óskerðan, og engi má réttilega
nokkurn part fyrri sér eigna eður undan skjóta réttu jafn-
aðarskipti en vitað er, að kirkjan hefur áður sinn hlut
fullan, utan hverr, sem öðru víss gerir, vilji svara slíku,
sem heilagrar kirkju lög segja þeim á hendur, er kirkn-
anna góz grípa eða aflöglega undir sig draga“. Úrskurð
þenna samþykkti Oddgeir biskup í Vatnsfirði 29. s. m.1)
Af framansögðu er ekki um það að villast, að Einar hef-
ur átt Vatnsfjörð, eins og ættatölur segja.
Einar lýsir yfir því í Hvalfirði 22. júlí 1382, að hann
hafi afhent Þingeyrastað jörðina Akur á Kolkumýrum, og
kvittar um andvirðið.2) Dagsetning þessa bréfs er í eftir-
ritum talin sú, sem hér segir, en hún samrýmist ekki dag-
setningum þeim, sem eru á testamentisbréfum Einars og
dánardegi hans, eins og hann er sums staðar talinn, og
verður það rakið hér síðar.
Gottskálksannáll segir við árið 1369 m. a.: „Utanferð
Jóns biskups frá Hólum og Ivars Hólms og Einars Eiríks-
sonar.“ Árið eftir, 1370, segir hann: „Útkoma Jóns bisk-
ups frá Hólum og Einars Eiríkssonar og Þorgauts. Hann
hafði hirðstjórn yfir öllu landi.“ Hið síðasta á við Þor-
gaut. Við árið 1383 segir Gottskálksannáll: „Drukknnn
1) D. I. III, 319-21.
2) D. I. III, 366 og 361.