Saga - 1962, Blaðsíða 53
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 393
Einars bónda Eiríkssonar með félögum sínum iiij kl.
aprílis.“ Lögmannsannáll telur þenna atburð til ársins
1382 og segir svo: „Item lézt Einar bóndi Eiríksson af
skipi og margir röskir menn með honum á ísafirði." x)
Testamenti Einars er til í frumriti, þ. e. a. s. vitnisburði
4 manna dags. í Vatnsfirði 14. des. 1382 um það, að þeir
hafi „fimmtudaginn næsta eftir páskaviku" séð „testa-
mentum Einars Eiríkssonar, góðrar minningar", og síðan
er efni testamentisins skráð.2) Einar er hér að vitni þess-
arra manna látinn fyrir miðjan apríl. Orðalagið „góðrar
minningar" felur það í sér. Ártíð Einars er 29. marz (iiij
H aprílis) og er varla vegur að rengja hana, og ekkert ár
Rema 1382 kemur til greina samkvæmt testamentisvitnis-
hurðinum, ef hann er frá því ári. En þá eru röng þau tvenn
eftirrit af bréfinu um Akur á Kolkumýrum, sem til eru,
og ártöl Gottskálksannáls eru einnig röng. Erfitt er að
ráða í hið rétta, en töluverðu meira vegur testamentis-
bréfið, og verður því að telja, að Einar hafi drukknað
29. marz 1382.
9. október 1391, á Ásgeirsá í Víðidal, handlagði Sigurð-
ur Þórðarson Birni Einarssyni til fullrar eignar þann
briðjung í fiskatollinum í Bolungarvík, sem Sigurður átti
°& hann hafði fengið af erfingjum Einars heitins Eiríks-
sonar. Bréfið um þenna gerning var gert á Grund í Eyja-
firði 8. febr. 1392.3)
3. janúar 1392, í Vatnsfirði, lýsir Nikulás Jónsson yfir
K hann hafi selt Birni Einarssyni til fullrar eignar
þa tvo hluti í tollinum í Bolungarvík, sem hann varð eig-
aadi að eftir Einar bónda Eiríksson andaðan. Björn gaf
yrir svo mörg hundruð í Laugabóli, sem Nikulási
anægði.“4)
O G. Storm: Isl. Ann., 362, 282 og 365.
2) D. I. III, 365 — 67. Sjá þar um örðugleika að dagsetja 1382
eEna páskanna þá.
3> D. I. iii, 463.