Saga - 1962, Side 54
394
EINAR BJARNASON
I máldaga Vatnsfjarðarkirkju frá tímum Vilchins bisk-
ups segir, að hún eigi m. a. „slíka hvalreka, sem Einar
Eiríksson og faðir hans átti í Fljóti“. í máldaga Staðar-
kirkju í Grunnavík frá sömu tímum segir m. a.: „Item gaf
Einar Eiríksson fjórðung hvalreka í Hlöðuvík."1)
f testamenti sínu segir Einar Eiríksson m. a. svo: „ . . .
land á Dröngum og tvo hluti í reka skal taka Björn son
minn til eignar, og skal hann fæða þar fyrir einn ölmusu-
mann mér skyldan ævinlega og á því gózi öðru, sem ég hef
honum gefið . . .“ 2)
Ákvæði þetta vekur strax grun um það, að Björn hafi
ekki verið erfingi Einars og því ekki skilgetinn, ekki sízt
þegar vitað er, að hann keypti Vatnsfjörð og hefur því
ekki erft hann. Það var engin ástæða til þess fyrir Einar
að ákveða dánargjafir handa nánasta erfingja sínum.
Enn segir í testamentinu: „fátækum frændum mínum
gef ég 20 hundruð, skal Valgerður Nikulásdóttir eiga þar
af V hundruð, Cecilia systir hennar III hundruð, Ingigerð-
ur ij hundruð, ef Brigitt móðir þeirra erfir mig ekki“ etc.
Þessi varnagli hefði aldrei verið sleginn, ef skilgetin börn
hefðu verið á lífi, og er af honum alveg Ijóst, að Björn hef-
ur verið óskilgetinn sonur Einars, sem því hefur ekki ver-
ið kvæntur Grundar-Helgu. Bergljót Halldórsdóttir segir
ekki heldur, að Grundar-Helga hafi verið eiginkona Ein-
ars, í vitnisburði sínum. Það munu menn hins vegar hafa
haldið á tímum Guðbrands biskups Þorlákssonar, og þvi
hafa sprottið sagnir þær í þeirra tíma heimildum, að Ein-
ar Eiríksson hafi búið á Grund í Eyjafirði. Engin forn
heimild bendir til þess, og því var þess ekki að vænta, að
Einar væri þar fyrir að hitta, þegar Smiður Andrésson
kom þangað.
Líklegast er, að Einar hafi gefið Birni syni sínum hálfa
Grund í fjórðungsgjöf sína, þegar hann fæddist, og Þar
1) D. I. IV, 135 og 139.
2) D. I. III, 365.