Saga - 1962, Blaðsíða 55
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 395
hafi hann alizt upp með móður sinni, sem hafi haft bús-
forráð. Þessi Grundarhelmingur kann einmitt að hafa ver-
ið hin eðlilegasta löggjöf Einars til Björns sonar síns og
e. t. v. hin ýtrasta, sem hann mátti gefa honum. Grund var
Rietin tvenn 80 hundruð að dýrleika.
Eftir því, sem ætla má um auðskiptingu um miðja 14.
öld, hefur 4 hundruð hundraða eign þá verið mikið í eins
manns eigu. Það er vafasamt, að Einar hafi átt svo mikl-
ar eignir, að hann hafi getað gefið óskilgetnum börnum
sínum, sem voru a. m. k. tvö, að því er ætla má, Björn og
Ragnheiður, sem hann telur systur sína í sálugjafarbréfi
sínu,1) meira en eitt hundrað hundraða samtals í fjórð-
ungsgjöf. Vatnsfjörður, sem Björn á sínum tíma keypti
hálfan, þ. e. bóndaeignina, á 15 tigi hundraða, hefur lík-
lega verið of stór hluti af eignum Einars til þess, að sú
gJöf væri lögleg, en hin næstbezta eign Einars hefur ef-
laust verið hálf Grund.
Einar Eiríksson hefur sennilega alls ekki verið kvænt-
Ur. a. m. k. er ekkert, sem til þess bendir. Hann hefur vænt-
anlega átt Ragnheiði dóttur sína með annarri konu en
Helgu, með því að vitnisburður Bergljótar tekur skýrt
fram, að þau Helga hafi einungis átt eitt barn saman,
Björn.
Björn Einarsson Jórsalafari.
Hans er fyrst getið í Gottskálksannál við árið 1379,2)
hví að varla mun vera við annan átt þar. Þar er sagt: „Ut-
anferð Bjarnar Einarssonar." Ekki vita menn, hvenær
•Jörn fæddist, en varla er það langt frá 1350 eftir því að
æma, hvenær hans er fyrst getið og hvenær börn hans,
a^.sern kunn eru, eru að líkindum fædd.
Næst er hans getið í testamentisbréfi Einars föður hans,
H D- I. III, 702.
> G- Storm: Isl. Ann., 364.