Saga - 1962, Page 56
396
EINAR BJARNASON
svo sem fyrr segir, og er ekki að öðru á hann minnzt í
testamentinu.
Gottskálksannáll segir enn við árið 1385: „iiij skip rak
til Grænlands. Þar var á Björn Einarsson og Sigurður
hvítkollur." Flateyjarannáll skýrir frá sama atburði, en
nefnir ekki nöfn neinna, sem á skipunum voru. Þar segir
svo: „. . . Þá rak og undan iiij Islandsför til Grænlands
og voru þar ij vetur með heilu og höldnu." Sami annáll
segir við árið 1387: „Fjögur skip komu inn í Hvalfjörð,
er verið höfðu ij vetur á Grænlandi. Þar var á Björn Ein-
arsson.“ Gottskálksannáll segir við sama ár: „ . .. iiij skip
komu af Grænlandi til Islands. Þar var á Björn Einarsson
og Sigurður hvítkollur." x) Þessi Grænlandsár Bjarnar eru
væntanlega rétt sett, með því að haustið sama ár, 27. nóv-
ember, er Björn staddur í Vatnsfirði og kaupir hann þá
hálfan ásamt hálfri Borgarey fyrir 15 tigi hundraða í jörð-
um og kvígildum eða því gózi, sem þeir yrðu ásáttir um,
Jón Nikulásson og Björn, og átti Jón að hafa bú á jörð-
inni, þar til er Björn kæmi aftur til landsins, ef hann færi
utan næsta sumar, en ef Björn færi ekki utan, mátti hann
taka jörðina að sér í næstu fardögum, ef hann vildi. Ef
Bjarnar skyldi missa við, áður en hann tæki við jörðinni
eða lyki verð fyrir hana, skyldi Jón aftur taka jörðina til
eignar, en erfingjar Bjarnar fá það, sem hann skyldi hafa
gefið fyrir hana.
Af því sem segir í kaupbréfinu til þessa, skyldu menn
ætla, að Jón Nikulásson hafi verið eigandi Vatnsfjarðar-
jarðarinnar hálfrar, en sú eign, sem seld var hér fyrir 150
hundruð, er án efa bóndaeignin öll, og er þá hinn helming'
urinn kirkjueignin. En nú kemur að ákvæði í kaupbréf-
inu, er hljóðar svo:
„Handlagði og Jón Nikulási syni sínum til fullrar eign-
ar þessi fimmtán tigi hundraða, sem hann skyldi mót jörð'
unni taka, ef hann kvæntist, en Björn títtnefndan alþin£lS
1) G. Storm: Isl. Ann., 365-66, 414-18.