Saga - 1962, Page 57
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 397
kvittan af öllu því gózi í sagt jarðarverð, sem hann lyki
nefndum Nikulási." x)
Ef Jón hefur átt Vatnsfjörð, hafði hann áreiðanlega
ekki heimild til að gefa Nikulási syni sínum svona mikið
fé í löggjöf, og ef Nikulás var skilgetinn sonur Jóns, erfði
hann föður sinn og þurfti því alls ekki á sérstakri gjöf að
halda á þenna hátt.
Það er ljóst, þegar vel er að gætt, að það er ekki Jón,
sem hefur átt Vatnsfjarðarbóndaeignina, heldur Nikulás
sonur hans, sem auðsjáanlega er ekki fullveðja, og ráð-
stafar Jón eigninni sem fjárhaldsmaður sonar síns.
í ljósi þess, sem að framan er tínt saman, má sýna,
hvernig Vatnsfjarðarerfðirnar urðu eftir Einar Eiríks-
son. Þess er þá fyrst að geta, að í fyrrnefndu testamenti
Einars gerir hann ráð fyrir því, að Brigith nokkur, móðir
Valgerðar, Sesselju og Ingigerðar Nikulásdætra, erfi sig.
Ef hann hefði átt skilgetin börn á lífi, hefðu engar slíkar
bollaleggingar komið fram í testamentinu, svo mikið er
víst, en á þeim tíma, sem það er gert, er Björn sonur Ein-
ars í fullu fjöri, og enn fremur er Kristín dóttir Björns þá
begar fædd, með því að hún giftist 1392. Björn var því
areiðanlega óskilgetinn sonur Einars og þau Einar og
Grundar-Helga voru ekki gift. Hins vegar eru nægar og
°yggjandi heimildir fyrir því, að Grundar-Helga var móðir
Ejörns, eftir vitnisburðum, sem útvegaðar voru í málum
Um frændsemi Jóns lögmanns Sigmundssonar og Bjargar
°rvaldsdóttur, síðari konu hans.
Kristín dóttir Björns Einarssonar var skilgetin, því að
Vlst er af annálum, að Solveig Þorsteinsdóttir móðir henn-
var kona Björns.2) Kristín var í þriðju erfð eftir Einar
mðurföður sinn, en erfði ekki.
er að athuga, hverjir voru nær henni í erfð eftir
D. I. ni, 399—400.
2) Sjá t. d. G. Storm: Isl. Ann. 288.