Saga - 1962, Blaðsíða 59
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 399
skilgetin, hefur einmitt erft hann, og hún er áreiðanlega
sú Brigith, sem Einar nefnir í testamenti sínu. Hún var
næst til arfs eftir Einar eins og á stóð, þegar testamentið
var gert, en strax þegar Björn eignaðist skilgetinn son,
komst hann nær erfðarétti. Þannig er auðskýrt orðalagið
í testamentinu: „ef Brigith móðir þeirra erfir mig eigi“.
Brigith átti börn með Nikulási, en þau börn hafa ekki
verið skilgetin, með því að annars hefðu þau erft Vatns-
fjörð, en ekki Nikulás Jónsson. Það er ljóst, að einhvern
tíma á bilinu frá láti Einars 1382 til 27. nóvember 1387
hefur Brigith dáið og skilgetinn sonarsonur hennar, Niku-
lás Jónsson, hefur erft hana. öðru vísi verður eignarheim-
hd hans ekki skýrð. Eins og sjá má af því, sem að framan
greinir, er Nikulás Jónsson orðinn fullveðja árið 1392,
begar hann selur Birni tvo hluti af fiskatollinum í Bol-
ungarvík, „sem hann varð eigandi að eftir Einar bónda
Eiríksson andaðan".
Brigith hefur átt með Nikulási nokkrum, sem væntan-
|ega var látinn áður en Nikulás sonarsonur hennar fædd-
lst, þessi börn: Valgerði, Sesselju og Ingigerði, sem nefnd-
eru í testamenti Einars, og auk þess Þóru, sem getið er
1 sálugjafarbréfi Björns Einarssonar frá 1405 ] ) og mun
Vera hin sama sem sú, sem hér getur síðar. Enn fremur Jón
^ikulásson föður Nikulásar, sem erfði föðurmóður sína.
Sonur þess Nikulásar hefur eflaust verið Jón Nikulásson,
Sein átti jörðina Laugaból í Langadal, þegar hálfkirkja
yar sett þar árið 1439.2) Sá Jón kemur við skjal skrifað
1 Æðey 21. jan. 1457 um gerning, sem fram fór á Lauga-
oli 27. maí 1440,3) og hann mun einnig vera sá, sem 4. maí
458, í Vatnsfirði, lýsti eign sinni á nokkrum jörðum í
atnsfjarðarkirkjusókn og fyrirbauð á þeim hald og með-