Saga - 1962, Side 60
400
EINAR BJARNASON
ferð eða nokkur skipti, þegar féskipti væri gerð eftir
Kristínu Björnsdóttur.1)
3 menn votta það á Reykhólum 10. maí 1388, að þeir
hafi verið viðstaddir, er Loftur Tjörvason og Þóra Niku-
lásdóttir kona hans handlögðu Birni Einarssyni til fullrar
eignar jörðina Fót í Seyðisfirði og allt sitt góz og peninga
í hans vald og umboð.2)
20. maí 1389 gekk á kóngsgarðinum í Björgvin dómur
um ákæru Hákonar Jónssonar „til þeirra góðra manna, er
komu af Grænlandi og Islandi í fyrra sumar“, og gaf þeim
þær sakir, að þeir hefði siglt til Grænlands með „retto for-
akt, samþykt ok vilia“. Enn fremur, að þeir hefði keypt og
selt á Grænlandi án konungsleyfis. Og hin þriðja sök var
sú, að þeir „hafdo köft krvnonne godz a mote loghonum“,
en þeir neituðu öllum sökum með greinargerð þeirri, sem
þeir báru fram.
Erlendur Filippusson, féhirðir í Bergen, nefndi menn
í dóm ásamt lögmanninum, og var dæmt, að stýrimenn og
sveinar skyldi sverja, hver nauðsyn þeim bar til að leita
til Grænlands.
Þeir leiddu fram 2 skilríka menn, sem á Grænlandi voru
fyrir þeim, og sóru þeir, að þeir voru á Alþingi á Græn-
landi, er almúginn þar tók „samheldi að engir austmenn,
sem þar voru komnir, skyldi fá kost að kaupa utan þeir
keyptu annað grönlenzkan varning meður“, það er svo
að skilja, að austmenn, þ. e. hrakningamennirnir, sem
höfðu einhverja vöru, mætti ekki verzla með vöru sína,
nema þeir keypti einnig grænlenzkan varning.3)
Þeir sóru einnig, að austmenn buðu skip til að flytja
góz krúnunnar „vildi konungs umboðsmann það ekki u
fá sakir þess, að þeir höfðu þar engin bréf til“.
Grænlandsfararnir voru látnir sverja, að þeir hafi ven
1) D. I. V, 164.
2) D. I. III, 427-28.
3) Sbr. Skírnir 1946, 92.