Saga - 1962, Side 63
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 403
og 12 aðra nafngreinda menn. Þeir gerðu svo, að Þórður
skyldi bjóða Birni og Solveigu konu hans og öllum þeirra
sveinum „sæmilega" veizlu og gefa Birni 50 hundruð í
gripum og „sæmilegum þingum“. „Veitti Björn harla
sæmilega“ sínum mönnum fyrri dagana og leysti alla hina
beztu menn út með „sæmilegum gjöfum".1)
23. október 1395, á Grund í Eyjafirði, seldi Björn Ein-
arsson síra Halldóri Loftssyni hálfa jörðina Grund fyrir
80 hundruð í jörðum og 19 hundruð, sem Björn kvaðst
vera skuldugur kirkjunni.2)
í skrá, sem vottuð er í Einarshöfn á Eyrarbakka 1. ágúst
1519 og hefur fyrirsögnina „Um Vatnsfjarðareign 1519“,
segir m. a.:
„In primis að greind jörð Vatnsfjörður var dæmd ævin-
legt beneficium3) af virðulegasta herra og föður Jóni
erkibiskupi í Niðarósi, góðrar minningar, og kórsbræðr-
Um þar. Var þar þá fyrir hans náð bæði verjandi og sækj-
andi . . .“
„Kom þá síðan nokkur sátt[máli] upp á þennan garð
Vatnsfjörð í svoddan máta, að Björn heitinn Einarsson
skyldi halda sama garð í sína lífstíð, en eftir hann andað-
an skyldi greindur garður Vatnsfjörður vera ævinlega
beneficium upp þaðan. En hann var þar eftir gripinn með
ofbeldi fyrir utan lög af leikmönnum og haldinn síðan með
órétti meir en hundrað ár.“4)
Það verður varla rengt, sem hér er sagt, að Björn Ein-
nrsson hafi samið svo um eignarhald á Vatnsfirði, sem hér
segir. Útgefandi fornbréfasafnsins hyggur, að hér sé átt
við dóm Vinaldins erkibiskups í Niðarósi frá 1393, sem nú
1) G. Storm: Isl. Ann., 424—25.
2) D. I. III, 604-605.
3) Þessi erkibiskupsdómur er frá 24. júlí 1273 (D. I. II, 94—100).
®Vo sem kunnugt er, var dómi þessum ekki framfylgt, en krafan
^un öðru hvoru hafa komið fram af kirkjunnar hendi.
4) D. I. VIII, 712—14; stafirnir innan hornklofa virðast eiga að
Vera h°ssir, en verða vart lesnir í hdr.