Saga - 1962, Page 66
406
EINAR BJARNASON
Solveig. Fóru þau fyrst til Róms og þaðan aftur í Fenedi,
stigu þar á skip og sigldu svo út yfir hafið til Jórsalalands
til vors herra grafar og þaðan aftur í Fenedi. Síðan skildu
þau þar. Fór hústrúin aftur til Noregs, en bóndinn fór
vestur í Compostellam til sanctum Jacobum. Lá hann þar
sjúkur hálfan mánuð. Þaðan fór hann inn um endilangt
Frankaríki, svo inn í Flandur, þaðan inn í England í Cant-
arabyrgi, síðan aftur til Noregs.“ x)
Þótt svo sé hér að orði komizt, að Björn hafi farið utan
af Islandi árið 1406, mun hitt líklegra, að hann hafi farið
utan 1405, því að raunar er víst, að hann sér þá um útför
Vilchins biskups, og hafi lagt af stað í Rómar- og Jórsala-
ferðina veturinn 1405—06. Ferð þessi, sem hefur verið
með eindæmum á þeirri tíð, bæði vegna lengdar og feikna
kostnaðar, hefur e. t. v. verið farin vegna heita, sem unn-
in hafa verið í sambandi við svartadauða. 1 sálugjafarbréf-
inu frá 1405 segist Björn vera skyldugur að fara til Sanct-
um Jacobum, og þeirri skyldu brást hann ekki. „Sanctum
Jacobum" er borgin Santiago de Compostella á Spáni og
hafði hún lengi haft mikla helgi á sér.
Til farar sem þessarrar þurfti fylgdarlið, bæði þjón-
ustukonur og karla, og hefur það ekki verið fært öðrum
en vellríkum mönnum. Förin sýnir, hve vel Björn hefur
verið orðinn efnum búinn. Það er einnig ljóst, að í Noregi
hljóta þau Björn og Solveig að hafa átt annað heimili,
enda mun náið skyldfólk hennar hafa verið búsett þar, þar
sem voru t. d. börn ólafs bróður hennar, sem virðast hafa
verið m. a. Árni biskup í Skálholti og móðir Helga lög-
manns Guðnasonar, auk Halls, sem fyrr er getið.
Það er alls ekki ólíklegt, að móðir Solveigar, sem raun-
ar er alveg ókunn, hafi verið norsk og þess vegna hafi
ólafur farið utan með börn sín. Venzl þessa fólks við hátt-
setta menn í Noregi virðast varla geta verið venjuleg
kunningsskapartengsl.
1) G. Storm: Isl. Ann., 288.