Saga - 1962, Side 67
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 407
Lögmannsannáll segir við árið 1411: „tJtkoma Björns
bónda Einarssonar í Þerneyjarsundi með heilbrigt. Hafði
hann legið í Hjaltlandi um veturinn áður.“ Við árið 1413
segir svo í annálnum: „Komu þar út í bréf, að herra Árni
biskup sendi til Björns bónda Einarssonar, að hann skyldi
hafa hirðstjóraumboð um allt Island."x) Árni biskup
hafði þá fengið hirðstjórn á Islandi eftir Vigfús ívarsson,
en kom ekki út hingað á því ári. Hann hefur eflaust verið
nákunnugur Birni, sem hafði verið með annan fótinn í
Noregi í mörg ár, enda virðist lítill vafi vera á því, að Sol-
veig kona Björns hafi verið föðursystir Árna biskups.
Eftir þetta er Björns ekki getið á lífi í skjölum, sem nú
þekkjast. Hann er talinn hafa dáið í Hvalfirði 1415 og
hafi lík hans verið flutt í Skálholt til greftrunar.1 2)
Um Björn hefur margt verið ritað, og ýmsar missagnir
hafa sprottið um hann, einkum í sambandi við Grænlands-
för hans. Björn hefur skrifað eða látið skrifa ferðabók,
sem væntanlega hefur sagt frá mörgum utanlandsferðum
hans, m. a. Grænlandshrakningnum 1385. Sú bók er á 17.
öld nefnd „Reisubók Bjarnar Jórsalafara" og er í ritum
höfðum eftir henni ruglað saman Birni Einarssyni og Sol-
veigu við dótturson þeirra Björn Þorleifsson og ólöfu konu
hans.3)
Bogi Benediktsson, höfundur Sýslumannaæva, segir, að
Björn hafi nefnt ferðabók sína „Flos peregrinationis", en
vera má, að hann hafi þar ruglað saman við ferðabók Giz-
uvar Hallssonar lögsögumanns á 12. öld.
Síra Jón Halldórsson segir í hirðstjóraannál sínum, að
hann hafi ekki fundið, hvenær Björn dó, „en ættartölu-
skrifarar meina hann hafi verið sá Björn Einarsson, er
öó í Hvalfirði, hvers lík var flutt til legstaðar í Skálholt."4)
Síðar höfðu Espholin og Sýslumannaævir það fyrir satt.
1) G. Storm: Isl. Ann., 290—91.
2) Safn til sögu fslands II, 643, og Sýslumannaævir II, 161.
3) Jón Jóhannesson: fsls. II, 308—37.
4) Safn til sögu íslands II, 643.