Saga - 1962, Blaðsíða 68
408
EINAR BJARNASON
Solveig kona Björns lifði hann lengi. 4 menn lýsa yfir
því í Vatnsfirði 23. marz 1433, að þeir hafi verið þar við-
staddir, er Solveig gaf Birni dóttursyni sínum jörðina
hálfan Vatnsfjörð (þ. e. væntanlega alla bóndaeignina).
Að vísu er ekki beint sagt, að þetta hafi gerzt sama dag,
en varla hefur liðið langt á milli. Gjöfina samþykkti Krist-
ín dóttir Solveigar. Solveig er varla fædd síðar en 1355,
með því að Kristín dóttir hennar giftist í fyrra sinn 1392,
og hefur hún þá verið a. m. k. nálægt áttræðu 1433. Hún
hefur í ættabókum frá mótum 18. og 19. aldar verið talin
dóttir Þorsteins lögmanns Eyjólfssonar. Það er tilgáta
fræðimanna þeirra tíma, og er hún röng, með því að þá
hefðu þeir Guðni Eyjólfsson og Jón lögmaður Sigmunds-
son, fyrri og síðari maður Guðrúnar Gunnlaugsdóttur, ver-
ið fjórmenningar, og hefðu Jón og Guðrún þá ekki mátt
eigast. Solveig virðist líka vera ættuð úr Rangárþingi,
hafa fengið jarðir þaðan í heimanmund, þær sem Björn
maður hennar seldi Árna Einarssyni. Hún var föðursystir
Halls Ólafssonar, sem virðist hafa verið bróðir Árna bisk-
ups, og áttu niðjar Halls einmitt stóreignir í Rangárþingi-
Enn veitir vitneskjan um hina tvöföldu fjórmennings-
frændsemi Þorleifs hirðstjóra Björnssonar og Ingveldar
Helgadóttur, konu hans, mjög sterkar líkur fyrir því, að
Solveig hafi verið föðursystir Árna biskups, en biskup var
ömmubróðir Ingveldar. Víst er, að Ólafur hét bróðir Sol-
veigar, Þorsteinsson, og gæti hann einmitt hafa verið sá,
sem á sínum tíma keypti Höfðabrekku í Mýrdal fyrir Fells-
múla á Landi.1)
Ekki vita menn nú, hvenær þau giftust Björn og Sol-
veig, en væntanlega hefur það verið nálægt 1375, e. t. v.
skömmu fyrr. 1 dómsbréfi skráðu á Munkaþverá 24. jan-
1420, um eignarhald á hálfri Grund í Eyjafirði, segir, að
1) D. I. III, 291—93. Fyrir þessarri ættfærslu á Solveigu tná
færa allsterkar líkur, en það er langt mál og verður ekki rakið frek-
ara hér.