Saga - 1962, Síða 69
AUÐBREKKUBRÉF OG VATNSFJARÐARERFÐIR 409
Þorleifur Árnason hafi birt fyrir dómsmönnum kaupmála-
bréf Solveigar Þorsteinsdóttur og Bjarnar bónda Einars-
sonar, sem hafi verið svo hljóðandi, að helmingafélag hafi
verið lagt með þeim á brúðkaupsdegi þeirra. Á bréfi þessu
byggði Þorleifur kröfu á hendur Magnúsi bónda á Grund
Jónssyni um brigð á hálfri Grund fyrir hönd tengdamóður
sinnar, Solveigar Þorsteinsdóttur, og bar fyrir, að Solveig
hefði ekki gefið samþykki sitt til þess, að Björn maður
hennar seldi síra Halldóri Loftssyni helming sinn í Grund.
Dómurinn féll á þá leið, að Magnús Jónsson var dæmdur
til að leiða próf fyrir því, að Solveig hefði samþykkt kaup-
in á hálfri Grund. Ef Magnúsi tækist ekki að leiða prófin,
átti hann að afhenda Þorleifi í umboði Solveigar og Krist-
ínar konu sinnar helming Grundar, en fá fyrir hann 80
hundruð í jörðum innan fjórðungs og 19 hundruð í fríð-
virðu gózi. Magnúsi hefur sennilega ekki tekizt að leiða
prófin, og hefur hann því sennilega orðið að afhenda hálfa
Gnund, en hinn helminginn, sem hann eða börn hans með
Ingunni Arnardóttur, konu hans, virðast hafa átt, mun
hann hafa selt Þorleifi, með því að næst þegar vitað er um
eignarhald á Grund er Björn Þorleifsson eigandi hennar
°& segist hafa erft hana eftir föður sinn.1)
Kristín var hið eina skilgetna barn Björns, er lifði hann.
Sagan segir, að sonur hans hafi verið Þorleifur, sem
árukknaði á Isafirði skömmu áður en hann ætlaði að fara
Eyjafjarðar til brúðkaups síns. Sögnin um Þorleif er
1 hirðstjóraannál síra Jóns í Hítardal Halldórssonar og 1
Sýslumannaævum, en frumheimildin finnst ekki.2)
Sögnin er í Sýslumannaævum heimfærð til ársins 1392,
eri það stenzt ekki, með því að víst er, að sonur Björns er
ekki fæddur fyrir lát Einars í Vatnsfirði, afa síns, með því
ap hann hefði verið erfingi hans, ef svo hefði verið, raunar
einkaerfingi.
D- I. IV, 273-75 og 600-01.
2) Safn til sögu íslands II, 643—44, og Sýslumannaævir II, 161.