Saga - 1962, Page 70
410
EINAR BJARNASON
Ef sögnin er rétt um það, að hann hafi verið að því kom-
inn að kvænast, og sömuleiðis mætti treysta sögninni um
það, að Kristín systir hans hafi lengi verið veik fyrir at-
burðinn og risið þá heil úr rekkju, er hún frétti hann,
hefði atburðurinn, drukknun sonar Björns, varla gerzt
fyrir 1404, með því að Þorleifur hefði ekki átt að vera
fæddur fyrr en 1383 og yngri en tvítugur hefði hann varla
hugsað til kvonfangs, en eftir 1405 ætti sögnin um veik-
indi Kristínar varla við, hún giftist á því ári og mun þá
hafa flutzt að Auðbrekku. Árið 1404 getur einmitt fallið
mjög vel við sögnina, og kann Kristín að hafa verið lengi
veik eftir svartadauða og lát fyrra manns síns. Reyndar
flýgur manni í hug, að sögusögnin kunni að því leyti að
vera rugluð, að sonur Bjarnar hafi ekki heitið Þorleifur,
heldur Einar, heitinn eftir afa sínum, sem hefði átt að
vera nýlátinn, þegar sonarsonur hans fæddist, og Þorleifs-
nafnið hafi orðið til í munnmælaflutningnum vegna áhrifa
frá nafni síðara manns Kristínar og nafni Þorleifs hirð-
stjóra Björnssonar.1)
1) I íslenzkum æviskrám (I, 212) er margt missagt um Bjöm
Jórsalafara Einarsson. Hann er þar talinn hafa verið sýslumaður
og líklega riddari. Engar líkur eru til þess, að hann hafi verið ridd-
ari, og mun vera um tilgátu alveg út í bláinn að ræða. Um sýslu'
mennsku hans er það eitt kunnugt, að í hinum óljósu og ótraustu
sögnum um Grænlandshrakninga Björns er sagt, að hann hafi haft
sýsluvöld í Grænlandi. Það er mjög ósennilegt, að útlendur maður,
sem hraktist til Grænlands, hafi fengið sýsluvöld þar, en slík völd
veitti konungur eða umboðsmaður hans. Um sýsluvöld Björns her
á landi er ekkert kunnugt úr fornbréfum, og Bogi Benediktsson,
höfundur Sýslumannaæva, gizkar bara á, að Björn hafi haft ÞaU"
Hins vegar er víst, að Björn var umboðsmaður Árna biskups ÓlafS'
sonar, sem var skipaður hirðstjóri hér 1413.
í æviskránum eru foreldrar Björns taldir Einar Eiríksson
kona hans Helga (Grundar-Helga) Jónsdóttir Bjömssonar. Þau voru
ekki hjón, Einar og Grundar-Helga, svo sem í meginmálinu seg*r’
og föðurnafn Helgu er algerlega ókunnugt að öðru leyti en því, sern
1 meginmálinu segir. Það, sem um Grænlandsför Björns segir, er
rangt, svo sem dr. Jón Jóhannesson hefur sýnt. (Áður tilv. ritger®,r