Saga - 1962, Page 72
*
Aldursforsetar lœrðra manna á Islandi
síðan um 1700
í Blöndu, IV. bindi, bls. 187, er skrá eftir Hannes Þor-
steinsson með fyrirsögn, sem orðuð er á sama hátt sem
hér að ofan, nema að því leyti, að hún nær aðeins yfir
tímabilið 1822—1929. En í blöðum úr fórum Hannesar hef
ég nýlega af tilviljun rekizt á blað, þar sem hann hafði á
sama hátt sem í skránni í Blöndu ritað þá, sem elztir höfðu
verið frá 1700 til 1822. Hef ég skeytt þessa skrá framan
við skrána í Blöndu og enn fremur bætt við þeim, sem
elztir hafa verið síðan 1929. Nær þá skráin alls yfir 263 ár.
Er hún prentuð hér á eftir á bls. 416—19.
Það er gömul málvenja, að lærðir menn hafa verið kall-
aðir allir þeir, sem lokið hafa stúdentsprófi, en aðrir ekki,
og á þann hátt ber að skilja fyrirsögn skrár þessarar. Ald-
ursforsetanafnið er fengið að láni frá alþingismönnum-
Hinn elzti þeirra er kallaður aldursforseti, því að hann
stýrir fundum þingsins þar til forseti er kosinn. Svo eru
og nefndir í skrá þessari þeir, sem á hverjum tíma hafa
verið elztir af stúdentum, og talið, hve lengi hver hefui'
verið elztur og hver tekið hefur við af honum, þegar hann
féll frá, o. s. frv. koll af kolli.
Til betra yfirlits um það, hve lengi hver einstakur hefur
verið elztur, hve gamall hann var, þegar hann varð elztur
og hve gamall, þegar hann dó, hef ég sett skrána í töflu-
form. Aldursár eru talin í fullum árum, en sleppt því, sem
þar er fram yfir. Eins eru aðeins taldir fullir mánuðir-
þegar greint er frá, hve lengi hver hefur verið elztur, en
broti úr mánuði sleppt. Þar sem dánar- eða fæðingardag^
vantar eða fæðingarár er jafnvel ekki öruggt (t. d. reikU'
að eftir aldri við dauða), verður tilsvarandi óvissa um
töluna, og er það táknað með skammstöfuninni c. (circah