Saga - 1962, Blaðsíða 73
ALDURSFORSETAR LÆRÐRA MANNA
413
1 dánardálkinum sést, á hvaða tímabili hver einstakur hef-
ur verið elztur, þ. e. frá dánardegi næsta fyrirrennara til
dánardags hans sjálfs.
Alls hafa 60 manns verið aldursforsetar íslenzkra stúd-
enta á þeim tíma, sem skráin nær til, þangað til Árni
Thorsteinsson tók við því sæti.1) Það hafa því að meðal-
tali komið tæplega 4Vá ár (eða 4.4 ár) á hvern þeirra.
Meðalaldur þeirra, er þeir tóku við forsætinu, hefur verið
86.4 ár, en meðalaldur við dauða þeirra sjálfra 90.7 ár.
Til þess að finna meðalaldurinn, hefur verið bætt y% ári
við aldur hvers þess, sem talinn er á skránni með fullnuð
aldursár, því að helzt má búast við, að það samsvari meðal-
tali þess tíma, sem liðinn var frá því, að síðasta aldursár
var fyllt.
Vegna þess hve hér er um langt tímaskeið að gera, virð-
Jst eðlilegt að skipta þessum aldursforsetum, þótt þeir séu
Rijög fáir talsins, niður á aldirnar, til þess að sjá, hvort
Um einhvern mismun sé þar að ræða. Þó er ekki unnt að
skipta um aldamótaárin, heldur þar sem mannaskipti
verða næst aldamótunum. Sú skipting er þannig:
MeSaltal á mann.
Tímalengd, Aldursár við
Tala Ár ár byrjun dauða
18- öld (1699-1803) 19 104 5.5 85.2 90.6
lð- öld (1803—1903) 25 100 4.0 86.3 90.3
20. öld (1903—1961) 16 58 3.6 87.9 91.6
1699-1961 60 262 4.4 86.4 90.7
r & yfirliti þessu sést, að á 18. öldinni hafa aldursforseta-
títtiabilin verið að jafnaði töluvert lengri heldur en síðar
°S menn yfirleitt verið yngri, er þeir komust í það sæti,
°S sá aldur farið hækkandi með hverri öld.
, ^ Eftirfarandi yfirlitstölur taka eigi til Arna Thorsteinssonar;
0 ■ samdi grein þessa áður en Árni lézt. Ritstj. jók Karli Einars-
syni við röðina.