Saga - 1962, Qupperneq 74
414
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON
En þetta eru allt meðaltöl, sem breiða yfir hinn mikla
mismun meðal einstaklinganna. Tímalengdin, sem hver
þeirra hefur verið elztur, hefur verið stytzt 5 mánuðir, en
komizt hæst upp í 11 ár og 7 mánuði. Sá, sem lengst hélt
þessu sæti, var síra Snorri Björnsson á Húsafelli, frá 1791
til 1803. 6 hafa verið aldursforsetar skemur en 1 ár, en
9 lengur en 7 ár. Af þeim koma 6 á 18. öldina, 2 á þá 19.,
en aðeins 1 á þá 20. Var það síra Guttormur Vigfússon á
Stöð, frá 1930 til 1937.
Aðeins 2 af þessum aldursforsetum hafa verið innan við
áttrætt, þegar þeir urðu elztir. Annar þeirra var ekki nema
um 73 ára. Það var síra Ormur Bjarnason á Melstað, sem
varð elztur 1754, og þótt hann héldi þeim sess í rúmlega
10y2 ár, dó hann yngstur allra þeirra, sem hér eru taldir
(um 84 ára). Hinn var síra Þorsteinn Þórarinsson í Hey-
dölum, sem var 79 ára, þegar hann varð elztur árið 1910,
og hélt því sæti í rúmlega 61/2 ár. Sá, sem náð hafði hæst-
um aldri, þegar hann varð aldursforseti, var síra Sigtrygg-
ur Guðlaugsson á Núpi í Dýrafirði, sem var 93 ára og
vantaði ekki nema rúmlega 1 mánuð í 94 ár. Hann varð
elztur 1956 og var það í tæplega 3 ár. Næstur honum var
síra Þórarinn Erlendsson á Hofi í Álftafirði, sem var rúm-
lega 93 ára, þegar hann varð elztur 1893, og hélt því sseti
í tæplega 5 ár. Hann varð líka elztur allra þeirra, sem hér
eru taldir, dó rúmlega 98 ára, en næstur honum var PáU
Melsteð sögukennari, sem dó rúmlega 97 ára og hafði þá
verið elztur í tæplega 7 ár.
Allur þorri þeirra öldunga, sem hér eru taldir, hafa ver-
ið prestar. Er það ofur eðlilegt, því að allt fram að þessari
öld mátti heita, að meginþorri stúdenta yrðu prestar. Það
var ekki fyrr en 1852, að maður utan prestastéttar varð
aldursforseti íslenzkra stúdenta. Var það Skúli Þórðarson
bóndi á Stóruborg. Á 19. öldinni komst auk hans annar
maður utan prestastéttar í þetta sæti, Bjarni amtmaður
Þorsteinsson, árið 1869. En það sem af er 20. öldinni, hafa
6 menn utan prestastéttar komizt í það, Páll Melsteð 1903,