Saga - 1962, Side 80
Bjöm Sigfússon:
Úr sögu íslenzkra atvinnuskipta
Dæmi: Reykjahlíðarætt og Skútustaðaætt 1850 —1950.
Helzta markmið þessarar greinar er að kynnast mis-
mun ætta um búferli og gefa gaum örvuninni, sem þau og
starfsgreinaskipti ollu, meðan íslenzkur nútími var að
sníða sér stakkinn.
Skammvinnt væri gildi ættfærslna í margmennu kyni,
sem sjaldan lifir af fasteignaerfð, ef ættböndin væru eigi
annað en kjarnasýrur gena, sem frá ættföður renna og
finnast á dreif í frjói niðjanna innan um hundraðfalt
magn af erfðaeigindum annarra kynja. En kjörerfðir háð-
ar uppeldi og umhverfi, sem ættmetnaður á líf sitt að
launa, gætu valdið fullt eins miklu. Meir en hingað til þarf
að stunda þær athuganir á ættum, sem ganga að minnstu
leyti út frá því, að ætt sé sérkennilegt kyn, en einkum fra
hinu, að ætt sé hópur, sem kennir sig að vísu við einhvern
þann forföður sinn, sem tilviljunin ákvað, en er meira
samleitandi en samleitur og getur mótað sér ættarsam-
kenni smátt og smátt í rás tímans. Þá gætu 3., 4. og 5. lið-
ur verið orðnir „týpískara" sýnishorn ættarinnar en for-
faðirinn og formóðirin voru, en þó lcynni fordæmi og vilj1
ættföður að verka á mótun þeirra mannsöldrum saman fra
einum lið til annars. Hagsaga ljær stundum lykil að leynd-
armálum, en þannig valdi ég dæmin hér, að áhrif hennar
séu óflókin og ráði eigi heldur úrslitum.
Djúpt fljót myndar straumiður, sem stefna ekki allar
eins og geta borizt nokkra vegalengd með sérkenni sín-
Fyrst svo er um samkynja vatn, er augljóst, hvernig duttl-
ungar erfðalögmála og ytri verkanir tilraunastöðvar með