Saga - 1962, Side 81
ÚR SÖGU ÍSLENZKRA ATVINNUSKIPTA
421
sérhæft uppeldi, eins og Island er, geta framleitt í héraði
hverju mismunandi ættir, mismunandi straumsveipi með
hreyfiorku. Án þeirra sveipa í för hefði þjóðarsagan orðið
lögmálshnepptari og óskemmtilegri en er.
Ekki er úr vegi að skýra með ættfærsludæmi, hver vafi
hlýtur oft á því að leika, hvort samkennin mótuðust
snemma af ættföður eða fyrst öldinni seinna. Karlleggir
Möðruvellinga og Bryndæla, sem blómguðust á söguöld,
runnu báðir frá Þórólfi smjör, Þorsteinssyni skrofa,
Grímssonar. Búsæld og hyggindi þeirra Eyjólfs Valgerðar-
sonar, sem fyrstur í ætt sinni eignaðist Möðruvelli og efndi
til þess 120 kúa bús, sem annar sonurinn hafði þar, og
Refs ins gamla í Brynjudal um það leyti, Kötlusonar, virð-
ast undirrótin að göfgi kynstofna þeirra, en móðernið réð
htlu. Lítt styðst ættarsóminn við Auðun rotinn, sem var
afí annars og afabróðir hins, en fékk raunar gott kvon-
fang. Merka undirrót að ættargæfu og kjörerfðum getum
við loks fundið í viðurnefni langafans Þórólfs; hann sá
Slnjör drjúpa af grasi á ísaströndum, sem Hrafna-Flóki
víkingur lastaði. Trú Þórólfs smjörs á landið kom sonum
hans í tvo af heitustu og smjörsælustu dalbotnum þess, en
yantrú Hrafna-Flóka varð víst til þess, að honum hlotnað-
!st eigi af því nema síðbyggður landnámsbær, Mór, og
snjókista nokkur, sem veit eigi að sól, heldur norður mót
Kolbeinsey og Dumbshafi.
I þessu dæmi er velkomið, að menn trúi hvoru sem þeim
fellur betur, að Eyjólfur Valgerðarson og Refur inn gamli
h&fi sjálfir verið helztu forfeður gengis síns og gæfu eða
keir hafi hlotið nær allt sitt af Þórólfi smjör.
^að hlyti að skipta okkur máli jafnt fyrir þessum vafa,
ef við gætum sýnt einhver ættlæg samkenni á niðjum hans
Uln það bil, sem Eyjólfur hóf þá til frægðar, — jafnt þótt
Gnginn viti eðlisfar Þórólfs og jafnt hvort samkennin
VEeru búmennska og drýgindi 120 kúa bóndans eða tungu-
^ýkt og getspeki í kyninu. Vitneskja um meðaltöl hegð-
Unar í allstórum hópi þeirra frænda, borin saman við önn-