Saga - 1962, Síða 83
ÚR SÖGU ÍSLENZKRA ATVINNUSKIPTA
423
ar verður afdrifarík á fleiri vegu og einkum aðra en hún
stefndi í fyrstu til, eru ekki stórmál sögulega séð án stétt-
breytinga og atvinnubyltinga. En búferli og bylting hafa
gerzt. Lítum t. d. á fáein manntalsatriði. Miðað við mann-
fjölda lands árið 1901 voru það rúmlega 15% þjóðar, sem
fluttust úr landi umfram innflutta á skeiðinu 1870—1910
og töldust í skýrslum vera 14.120 manns. En fólk á bezta
giftingaraldri var svo mikill hluti þeirrar tölu, að ekki er
hátt reiknað, að Vestur-lslendingar hafi með börnum sín-
Um um aldamót verið fullt eins margir og sjötti hluti þeirr-
ar þjóðar, sem heima sat. Jafnskjótt og dró úr Ameríku-
ferðum í aldarlokin, tóku íslenzkir kaupstaðir að byggjast
ört, en fyrir Ameríkuferðir mátti kalla, að þjóðin óskipt
væri sveitamenn. Um 1962 lætur nærri, að % landsmanna
séu í bæjum og þorpum, en eftir sé sjötti hlutinn á sveita-
býlum. Þetta er mælikvarði, þótt ófullkominn sé, á breyt-
iugar, sem ýmist fullgerðust eða „lágu í loftinu" seint á
19. öld og fyrri hluta 20. aldar. Ef hægt er að sýna á tveim
®ttum úr sams konar jarðvegi á sömu tíð, að þær hafi snú-
!zt við straumnum með ólíkum hætti, og sé fjöldi nægur í
^ttunum til að marka megi hann, kynni athugun þeirra
að hafa eitthvert sögulegt gildi.
Þúsundir ættingja, og U00 manna hálendisbyggð.
í 300 m hæð yfir sjó er ekki margt um blómabú á Islandi
Uema við skjól í fáeinum dalbotnum, og þeir fara víða
* eyði þrátt fyrir blómleik. Mývatnssveit er eina hálendis-
ðyggðin, sem reynzt hefur hörð undir tímans tönn — enn
uetur en söndugt Skútahraun hennar, sem Einar Ben. gerði
að táknmynd lífs. Árið 1860 voru íbúar hennar 371. Árið
1960 voru þeir sömuleiðis 371. Um 1860 voru fleiri konur
en karlar í sveitinni, og sóttust stúlkur eftir að komast
^eðan úr dölum í vinnumennsku þar; ættfeður höfðu um
^msar að velja til fylgilags. 1960 var um land allt skortur
Ungra kvenna í sveitum og þar víða mestur, sem heyöflun