Saga - 1962, Síða 84
424
BJÖRN SIGFÚSSON
er greiðust, og í nærsveitum kaupstaða. Við Mývatn eru
vaxnar konur og gjafvaxta fleiri en karlar enn sem fyrr
— rétt eins og sjálfsagt mál væri.
Ekki á Mývatnssveit það enn að þakka stirðnuðum
kísilþörungum sínum og jarðyl, sem gos leifðu 1728, að
hún varð flestum byggðum betra tákn um krafta eilífs
jafnvægis, sem fólgnir voru í þúsund ára sveitamenningu
landsins. Hvað sem jarðylur, kísilgúr og heimsókn ferða-
fólks kann síðar að stuðla að þeirri varðveizlu, ellegar tor-
velda hana. Sveitin átti silungi margt að þakka, en mest
þeirri aðlögun fólks síns og fénaðar að skilyrðum, sem svo
var alger, að ég veit ekki íbúum nokkurrar sveitar eins
angursamt að þurfa að skipta um sveit og atvinnuveg.
Fólki fjölgaði þar úr 263 árið 1840 í 310 eftir 10 ár og
371 eftir önnur 10, unz hámarkið 406 sést í manntali 1870.
Þá var komið yfir það, sem landgæði leyfðu án skerðingar
á afkomu fólksins. Af tveim þeirra manna, sem þar höfðu
búið til 1849 og 1855 og nú skulu nafngreindir, eru komnar
4—5 þúsundir afkvæma, sem á lífi munu vera í tveimur
álfum. Hverjum bar að víkja? — Og hvert?
Helgi Ásmundsson, 1768—1855, var lengst bóndi á
Skútustöðum, og er það Skútustaðaætt, sem frá honum er
komin. Til hennar reikna ég hér við talning þá niðja eina,
sem Þura í Garði nafngreinir í bók sinni, Skútustaðaætt,
Rvk 1951, en enga fædda næstliðinn áratug. Yirðast mér
þá hafa verið sem næst 1725 þeirra á lífi með íslenzkan
borgararétt eða sem svarar 1.2% landsmanna 1. des. 1950.
Mjög mörg hundruð önnur eru í Vesturheimi.
Sr. Jón Þorsteinsson, 1781-1862, var mývetnskur bónda-
sonur og gegndi fyrst prestsstarfi neðar í sýslunni og síð-
an að Mývatni 1815-49, bjó þar í Vogum 14 ár, unz hann
eignaðist Reykjahlíð og bjó þar 1829-49, og kenna niðjar
hans sig við þá jörð. Til var eldri Reykjahlíðarætt, sem
bæði hann og sum foreldri Skútustaðaættar voru af.
hér teljast þeir einir, sem Jón Jónsson taldi í ritinu Reykja-
hlíðarættin, Rvk 1939, og eru niðjar sr. Jóns. Virðast mér