Saga - 1962, Blaðsíða 85
ÚR SÖGU ÍSLENZKRA ATVINNUSKIPTA
425
þá hafa verið sem næst 1060 þeirra á lífi með íslenzkan
ríkisborgararétt eða íslenzkt háskólapróf, og nam það
0.9% landsmanna í árslok 1938. Allmargt er búsett að
auki vestan hafs og nokkrir í Danmörku eða Bretlandi.
Væru þeir einstaklingar ekki tvíreiknaðir, sem heyra ætt-
unum báðum, nema þessi innlendu sýnishorn mín samlagt
2% þjóðar.
Ónákvæmni, sem ekki mun saka, getur einkum falizt í
því, að höfundar ættfræðiritanna höfðu enn enga þjóðskrá
að styðjast við, en söfnuðu efni sínu samkvæmt fréttum og
svörum manna í einkabréfum og á löngum tíma. Á prent-
ári munu þeir hafa átt eftir að frétta fáein mannslát og
margar barnsfæðingar í ættum þessum. Heildarsumman
sýnir, að þetta eru ekki svo fámenn sýnishorn, að óhæf séu
til hlutfallareiknings, með gát. Getið skal þess, að Reykja-
hlíðarætt er mjög dreifð um landið, þótt mun meira en
helmingur sitji nú í höfuðstaðnum og Hafnarfirði, búfast
eða í vetrardvöl, en Skútustaðaætt hefur til skamms tíma
alizt að meginhlut innan núverandi Norðurlandskjördæm-
is eystra. Sé íbúatölu Siglufjarðar bætt við tölu þeirra hér-
aða 1950, voru þar 21.427 manns, og samsvarar 1725
manna Skútustaðaætt 8% af þeirri tölu.
Sýnishorn, sem nemur 6-7%, hlýtur að teljast mjög ríf-
iegt, hegðun svo stórra hópa er oft svipuð meðalviðbrögð-
um héraðs. Fram hjá 20. aldar hlutverki Skútustaðaættar
verður því síður gengið, ef skilgreina skyldi, hvað nú séu
þingeysk einkenni, en raunar engu fremur, ef skýra skal,
hverjir svip hafi sett á 100 ára höfuðstað Norðurlands
hina nýrri áratugi. 1 manntali 1962 er 71% af íbúum
hjördæmisins í bæjum og þorpum, en 29% í sveitum. Af
búsetumun ættanna tveggja í dag má ekki draga þá ein-
földu ályktun, að Skútustaðaætt, sem fékkst nærri öll við
tandbúnað fyrsta fjórðung aldarinnar, geri það meira en
að helmingi enn. Mun hún hafa frábrugðna atvinnuskipt-
inK frá því að vísu, sem hlutföllin 29 :71 veita bending
um, en sem dæmi um þrásætna bændaætt yrði eflaust að