Saga - 1962, Blaðsíða 86
426
BJÖRN SIGFÚSSON
velja einhverja þá, sem finnst eigi í austurhelmingi Norð-
urlands. Sá landshluti hefur haft tiltölulega mikinn hreyf-
anleik fólks öldum saman.
Með því að 12 ára aldursmunur er á ættaskrám þeim
tveim, sem rannsókn mín byggist á, væri lítið að hafa upp
úr þeim samanburði að telja, hvert brot af Reykjahlíðar-
ætt það var, sem taldist heimilisfast 1938 um austanvert
Norðurland, og í öðru lagi, hve margir bjuggu þeirrar ætt-
ar í Mývatnssveit, og bera saman við Skútustaðaætt 1950.
Blöndun ættanna í þessu umdæmi er einnig mikil, en lítil
annarstaðar á landinu, og hjá svo héraðsbundnum þætti
verkefnis skal sneitt í þessari grein, þótt blöndunin og
mágsemdaráhrif dragi úr talnamun um mishegðun þá, sem
ég kem síðar að.
Margt heyrði ég talað í bernsku um greinarmun milli
þessara sem annarra vel metinna „ætta“, og víða um land
er sú lenzka rík enn í dag. Varast skal hver maður að
svipta aðra ánægju af dagdómum þeim og mannjöfnuði.
Það kemur sér vel við þjóðlífssamanburð, að hvoruga þess-
ara ætta mun þurfa að telja í hópi þeirra, sem sérlegastar
gáfnaerfðir hafa sýnt. Amma mín, d. 1939, fræddi mig
rétt um það. Greindarpróf nútímaunglinga mundu ekki
veita glögg svör nema að því leyti, sem börn borgarbúa
fá hærra meðaltal en sveitabörn, og um orsakir þess geta
menn síðan deilt. Allt annað en fjölskylduerfð gildir um
kyn, sem í 4.-6. lið er orðið að margmennum „clan“. Ef
reyndir kennarar í skólum Norðurlands fengjust til að
bera saman afkvæmahópa þessara ætta og tækju aðra
hópa til viðmiðunar um skólaárangur, mundu þeir bera
„ættum“ þessum vitnisburð eitthvað umfram meðallag*
en þó helzt um þau atriði, sem gætu verið uppeldismál og
kjörerfðir, ástundun við nám, skýrleikur orðfæris. í reyk-
vískum framhaldsskólum mætti vænta hins sama, en þar
er önnur ættin fámenn. 1 hvorugum staðnum tækist að
ákvarða aðra ættina gáfaðri en hina að meðaltali.1) Engu
x) Hjálmar Helgason (1833—1916), sem brátt skal getið, taldi