Saga - 1962, Blaðsíða 87
ÚR SÖGU ÍSLENZKRA ATVINNUSKIPTA
427
að síður kynnu enn að þykja tíðir meðal ættingja eigin-
leikar, sem fyrrum var orð á gert, t. d. örlyndi Skútu-
staðaættar með taugar, sem tóku tafarlaus og skilyrðis-
laus viðbrögð, meðan hin ættin kunni glímumannslag á
að flýta eða aftra viðbrögðum sínum eftir ástæðum. Með
samþykki flestra og allgóðum líkum má t. d. halda því
fram um einn af niðjum beggja kynjanna, Jón Þorsteins-
son á Arnarvatni (1859—1948), að hann hafi eindregið
sagt sig í fyrrnefndu ættina í vísu eins og þessari:
Hin íslenzku ljúfyrði laða mann
sem leikandi, hjalandi barn,
og stóryrðin heitu hrífa mann
og hrakyrðin snörpu ýfa mann,
en bölvyrðin römmu rífa mann
sem hjarn.
Á þessum forsendum skal nú fátt byggt nema það, að
gagnleg mundu vera þrenn sjónarmið til að skýra mun
þessara ætta á 20. öld, hann gæti stafað af
1. upphaflegum eiginleikum og áhrifum eldri en 1850
eða 1860,
2. eiginleikum og umhverfisáhrifum, sem fyrst verður
vart að ráði með 3. ættlið eftir 1870 og eftir burt-
flutning meirihlutans úr Mývatnssveit og mægða-
samruna við óskylt fólk,
3. atburðarásinni í búferlum og umskiptum starfs, en
á 20. öld fór í rás þeirri að vaxa þungi hraðaaukn-
ingarlögmáls, er Reykjavík óx.
af hálfsystkinum sínum, miðkonubörnum Helga Ásmundsson-
^r> hafa verið svo óðamál, þegar þeim sinnaðist, að varla vissi hann
eimskara fólk í Mývatnssveit (á því blómaskeiði hennar, bætti hann
)• En afkvæmin stilltust nóg til þess, að Hjálmar mun ekki hafa
ruað því fast um sína frændur, að heimska reyndist arfgeng, né
neitt ulmennt orð á þeirri heimsku leikið.