Saga - 1962, Blaðsíða 88
428
BJÖRN SIGFÚSSON
Frá elztu ættliðunum.
Það var 1793, sem Helgi Ásmundsson kvæntist fyrstu
konu sinni hálfþrítugur og komst að Skútustöðum. Hann
átti börn við 4 konum, og komust 16 þeirra upp. Með er
talin laundóttir, sem Ari sonur Helga kallaði dóttur sína,
en hann var annars barnlaus. Þau af börnum Helga voru
tólf, sem áttu sér niðja á íslandi fram yfir 1940, bjuggu
öll í Þingeyjarsýslu, fæddust 1794—1833 og létust 1862—
1916. Ég kynntist ögn yngsta syni, Hjálmari á Grenjaðar-
stöðum, fyrr bónda í Neslöndum, og hafði hann tvo um
tvítugt 1855, er faðir hans lézt og ætt tók að losna frá
Skútustöðum.
Sr. Jón Þorsteinsson kvæntist hálfþrítugur 1806, og upp
komust 13 af hjónabandsbörnum hans, fædd 1808—1835,
og lézt ein dóttir 1853, en hin systkinin 1866—1925. Laun-
dóttir Jóns var hið 14. barn, ólst að mestu upp með
systkinum sínum, lifði aðeins til hálffimmtugs 1816—60.
Öll þessi systkin nema eitt eiga margt afkvæma, en þó
eigi jafnmargt og niðflestu börn Helga.
Síðustu 33 ár, sem Helgi var á lífi, átti hann 3. konu
sína, Helgu Sigmundsdóttur frá Vindbelg. Hún varð 10
barna móðir og stjúpa þeirra barna hans sjö, sem lifðu frá.
fyrri hjónaböndum. Hún lifði mann sinn tvo vetur, og sást
svipur hennar látinnar á óðali hans. Þuríður Hallgríms-
dóttir frá Ljósavatni var í 56 vetur kona sr. Jóns Þor-
steinssonar og lifði 5 vetur eftir hann, lézt 1867, fjarri
átthögum. Þá var tvítug amma mín (d. 1939), fósturdóttir
hennar og Hallgríms sonar hennar; af því finnst mér eins
og skynmyndir ömmu og Hjálmars væru óslitnar úr tengsl-
um við 1857 og 1962, reyni að villa eigi um tengslin, þótt
sitt megi hverjum sýnast um ályktanir.
Engum þykir ofmælt, að bæjarbragur Skútustaða, Voga
og Reykjahlíðar hafi mótazt með ólíkum hætti af Helgu
og Þuríði, og mun önnur hafa borið af örlyndum bónda
sínum í snilld ríms og kappræðna, en hin um fastlyndi-