Saga - 1962, Síða 89
ÚR SÖGU ÍSLENZKRA ATVINNUSKIPTA
429
I kyni Sigmundar og Helgu lá hagmælska og orðgleði, sem
erfðist til niðja. Eigi hef ég frétt, hvorrar börn stukku
undan hinum, þegar í brýnur sló á langri ævi við Mývatn,
og nær engir vissu, ef misþykki varð hjónum í Reykja-
hlíð, en fyrir stríðni Helgu Sigmundsdóttur treysti sr. Jón
sér eigi að sitja kyrr, og eru sagnir um, t. d. frásögn Þuru
í Garði (tilv. rit 9) um það, er hann stökk úr orðahnipp-
ingum við Helgu í stað þess að þiggja af henni umsamda
gisting á kirkjustaðnum, en guðaði heldur þetta kvöld á
glugga í Álftagerði og mælti: „Komið er í það sama enn,
prestur biður að lofa sér að vera.“ — Hefur það ekki ver-
ið fyrsta senna þeirra Helgu, og höfðu nú trúmál orðið
þeim deiluefni, en mývetnsk alþýða var löngum ódeig að
halda þar sínum hugmyndum vel til jafns við orð presta.
Frá mývetnsku sjónarmiði þótti það sumum furða, að
sr. Jón kaus sér 1849 annað brauð í stað Mývatnsþinga:
Kirkjubæ austur í Hróarstungu, og kvaðst nú vera slitinn
af erfiði og fara vegna þess. Hugsanlegt er, að sá hafi ver-
ið metnaður hans að láta ekki börn sveitar, sem hann unni,
ttiuna sig þrótti sviptan, en þó var hann enn eigi tekinn
að kvíða fjallvegum og jökulsám þetta ár. Þrem árum síð-
ar varð sr. Jón að sleppa prestskap vegna afleiðinga af
höfuðhöggi.
Mér þykir vafalaust og hef fyrir því orð sumra af nán-
Uui niðjum sr. Jóns, að fólksfjölgunin í Mývatnssveit og
ekki sízt í Reykjahlíð hafi verið meginástæða til burtfar-
arinnar 1849. Með því losaði sr. Jón prestsembættið handa
^orláki syni sínum, sem ella hefði flutzt úr átthögum, og
Keykjahlíð handa a. m. k. einum sona sinna. Næsti sigur
beirra var sá, að Skútustaðir skyldu gerðir að prestssetri
(1857) eftir daga Helga Ásmundssonar, svo að sr. Þorlák-
Ur komst þangað, hversu illa sem Helgu Sigmundsdóttur
Seðjaðist, að Helga ætt þurfti að víkja. En hvort sem
sr- Jón hrökk burt til að tryggja ætt sinni aukið vaxtar-
rými innan sveitar eða til að sýna niðjum fordæmi um leit
að fjarlægari bústöðum, sýnir sagan, að minnstur hluti