Saga - 1962, Blaðsíða 90
430
BJÖRN SIGFÚSSON
þeirra átti eftir að sitja þar lengi um kyrrt; Reykjahlíðar-
bóndinn og tvær systur hans, giftar bændum í sveitinni,
fóru hvergi og eiga afkvæmi þar, en aðrir kynsmenn fóru,
m. a. niðjar sr. Þorláks, sem lézt 1870. Eigi urðu menn þá
lengur þess varir, að svipur Helgu sveimaði um hús á
Skútustöðum, enda festi þá „Skútustaðaættin“ nafn og
tryggð sína af nýju við staðinn. Höfðingi hennar mátti
sr. Árni Jónsson kallast þann fjórðung aldar, sem óðal af-
ans, Helga Ásmundssonar, var prestsetur hans.
Börn Helga sátu að búi flest í Mývatnssveit lengstan
hlut ævi og lærðu að sitja í þrengslum. Engin þeirra, sem
hérlend afkvæmi eiga, virðast hafa seilzt fjær til maka-
vals en til frændliðs í byggðum í nánd. Á því varð fram-
hald næstu kynslóðir („endogami" tíðkaðist þannig), svo
að nú eru margir komnir fjórum, fimm, ef ekki sex sinn-
um út af Helga Ásmundssyni. Eigi varð séð, að þetta spillti
kyni, en mun hafa gert sum skyldleiksafkvæmin „ólík ætt-
inni“ við það, að víkjandi (recessiv) eiginleikar urðu ráð-
andi. Reykjahlíðarætt hefur sjaldan gifzt innbyrðis, ör-
fáir lifa nú tvíætta frá sr. Jóni. Börn hans 14 giftust öll,
í 3 fjórðungum landsins, og hlutu aðeins 4 þeirra maka
úr Mývatnssveit.
Þjóðflutningar — en fyrst til nýrra bújarða.
Ameríkuferðir hófust á þeim búþrengslaárum, þegar
fjöldinn allur af barnabörnum Helga á Skútustöðum og
sr. Jóns var nýgiftur og jarðnæðisþurfi. Brugðust þ®r
ættir báðar við vandanum á svipaðan hátt?
Svo var eigi. Allt fram yfir 1890 sinnti Reykjahlíðar-
ættin mjög lítið um vesturferðir, en að lokum fóru 20 vest-
ur af barnabörnum sr. Jóns og flest í sömu lotunni. Eftir
það var um strjál tilfelli að ræða, mest úr 3. ættlið, og
komu tiltölulega margir vestan aftur. En af Skútustaða-
ætt fluttust a. m. k. 65 vestur á tímabilinu 1870-1921, mest
á fyrri helmingi skeiðsins, og komu örfáir aftur. Allt voru