Saga - 1962, Side 92
432
BJÖRN SIGFÚSSON
0g ekki skorti þjóðbrotið vestra óleystar rúnir að glíma
við, en það er eins og skjótt hafi mörgum þeirra fundizt,
að hvort sem var yrði svo skamma stund fengizt við að
ráða þær á íslenzku máli, að ekki tæki því að beita þar allri
orku, þótt menn eins og St. G. St. beittu henni. Þeir höfðu
hreppt akra, en misst Kaldbak og tækifærið að móta eigin
þjóð: kröpp kaup. Þá finnst mér torvelt að andmæla þeim
orðum, að þeir hafi síður fundið hlutverk sitt en hinir
heima.
Á tugnum 1870—80 nam mannfækkun í Þingeyjarsýslu
7.1 % eða 2—3 sinnum meira en í öðrum þeim sýslum, sem
verst urðu úti, en raunar höfðu margar sveitir Múlasýslna
látið engu færra að tiltölu nokkrum árum fyrr, því að harð-
indi gengu. Af harðærum um 1887 rýrnaði enn íbúatala
Þingeyjarsýslu um 8% 1880—90, og entist útferðahreyf-
ingin þaðan til 1893, en það ár fór 51 Mývetningur vestur.
Á 9. tug aldar var útstreymið þó enn hraðara um Mið-
vesturland og í Húnaflóabyggðum og Skagafjarðar. En
stöðugt hélzt einhver fjölgun fólks í Eyjafirði og Suður-
múlasýslu, því að kauptún þeirra uxu.
1 Mývatnssveit 1870—80 varð fækkunin 7.1% eins og
í sýslunni í heild, og framhaldstölur 1881—93 benda ekki
til, að Mývetningar alls og alls né Skútustaðaætt og henn-
ar mágar hafi gert annað en haga sér um ferðir til Ame-
ríku sem allra næst meðaltali Þingeyinga. Og er það nokkru
meira en nemur meðaltali útflytjenda landsins, og því ollu
landshagir.
Ónóg til hlutfallareiknings er að telja einstaklinga, sem
fóru brott, og kæmi til mála að telja þann barnafjölda með
í ætt, sem fæddist vestra og heima t. d. fram til 1910.
Fjölgun umræddra ætta hefur víst orðið nærri jafn hröð
vestra sem heima, reiknuð út frá eðlilegum giftingaraldri
á báðum stöðum, en ógerlegt að vísu að koma fullri tam'
ingu við. Aðeins skal fullyrt, að Skútustaðaætt yrði
miklu ríflegri vestra en samsvari 15%, sbr. meðaltal þjóð-
arútflutnings, en Reykjahlíðarættin talsvert undir 15%