Saga - 1962, Page 93
ÚR SÖGU ÍSLENZKRA ATVINNUSKIPTA
433
heildarfjölda síns. Hún yrði með mjög lága hundraðstölu
vestra, ef frátalið væri í þriðja lagi í milliflokk það fólk,
sem mægt var og nátengt áhrifaríkum vesturfaraheimil-
um í Þingeyjar- og Múlasýslum.
Þessi ættin hafði sýnt, að hún hafði einhverja minnstu
átthagafestu, sem þekkt er með norðlenzkum ættum fyrir
aldamót. Þess vegna eða af nátengdum ástæðum sótti hún
í minnsta lagi til Ameríku, en fann sér næga aðra staði.
Með þessu er ekki sagður allur sannleikur, en þó nokkur.
Búferlarannsóknir hafa staðfest þá kenning í öllum
norðlægum dreifbýlislöndum, að óhætt sé að gera ráð fyrir,
að fjölskyldur séu sumar búferlafólk að eðlisháttum, en
aðrar kyrrsætnar ættlið eftir ættlið, þótt hvorar tveggja
séu upprunnar í sömu byggð við svipuð kjör.
Mývetningar haga sér ekki í samræmi við nánustu skil-
greining í Noregi á kyrrsætnu fólki; þeir hafa jafnan
flutzt ört milli bæja innan sveitar, og dreifing Reykja-
hlíðarættar og vesturferðirnar eru aðeins tvö dæmi af
mörgum um, hvernig þar flæddu gusur endrum og eins úr
fylltri skál. Vesturfarir þeirra voru eingöngu þjóðflutn-
ingur stórra fjölskyldna og áhangenda þeirra, orsökin
þrengsli, og ævilangt trúði flest þetta fólk því vestra, að
heimasveit sín væri bezt sveit á íslandi og e. t. v. þótt um
stærri álfur væri leitað.
Dreifing Reykjahlíðarættar þaðan víðs vegar í aðra
fjórðunga, með eða án skólanáms um leið, var að meiri-
hlut för einhleypinga, sem fóru strjált og festu síðan ráð
sitt í nýja staðnum. Það átti ekki skylt við þjóðflutninga,
heldur var líkt og ungt fólk fer sitt á hvað á 20. öld.
Þjóðflutningar eru farnir til að geta stundað sinn fyrri
atvinnuveg við betra landrými og kjör en heima fyrir;
rýmindin í Minnesota og Manitoba þröngvuðu ekki Þing-
eyingum til annars en búskapar. För einhleypinga í nýja
staði innan lands leiddi menn ekki burt frá búskap fram
yfir aldamótin, en framhald slíks flutnings næstu kynslóð-
ar gerði það. Fjölskyldur manna, sem misst höfðu eldri
Saga — 28