Saga - 1962, Síða 94
434
BJÖRN SIGFÚSSON
átthagarætur, reyndust eftir það frábrugðnar hinum
heimasætnu nyrðra, voru eins og flugnategund, sem orðið
hefur fyrir stökkbreytingu, breytzt í búferlakyn, sem ekk-
ert hafði á móti því framar að skipta um atvinnugreinar,
ef hentaði. Skólamenntir og ferðalög eru ekki undirrót
þeirrar stökkbreytingar á grónu sveitafólki, en flýta fyrir,
að sá, sem flytjast vill, geri alvöru úr.
Það er ekki hégómatal að samlíkja við stökkbreytingu
í lífverum eða nefna slitnar rætur fólks, sem flutzt hefur
þvert um land sitt og að einhverjum hluta þvert um geð
og berst oft við það að auk að ná jafnvægi ofar í metorð-
um en fyrr. Af dálitlum afspurnum er mér næst að halda,
að kveinkun af völdum breytinga þeirra hafi átt drjúgan
þátt í vínhneigð, sem bjó um skeið um sig í sumum fjöl-
skyldum eða námsmönnum Reykjahlíðarættar. Getgáta er
það. Annað álas á ættina var, að með sinni hægu frekju
og undanlátsleysi kæmi þetta fólk sér býsna vel fyrir. En
erlendis hafa menn fyrir satt, að þetta verði einn af áunn-
um eiginleikum búferlaætta, sem eiga fárra kosta völ í
kyrrstæðu atvinnulífi, en ná að hreiðra sig á nýjum stað.
Á fyrsta tug aldar mátti enn telja á fingrum sér þá
menn ættanna tveggja, sem flutzt höfðu í Reykjavík og
setzt þar langdvölum. Báðar voru þá orðnar jafnhlutgeng-
ar til prestsskapar, en lítt dreifði það Skútustaðaættinni
um landið, og sátu embættismenn af hinni ættinni víða og
dreift. Bændur annarrar hreyfðust óvíða þá, en 3. og 4. ætt-
liður hinnar var að flytjast; hið „týpíska" við búferlaætt-
ina var óðum að koma í ljós.
Áðurnefnd kenning segir, að búferlamönnum sé tamt
að flytjast fyrst úr afskekktri sveit að fjölfarnari stöðv-
um án þess að skipta um atvinnuveg, en næstu kynslóðif
þeirra fari gjarnan í þorp og úr þorpi í meginkaupstað
landshlutans. Fjórða kynslóð, og alloft hin þriðja í fylg^
með henni, fer helzt áfram í borg og gjarnan í þeim mun
stærri borg, sem hún er meira skólagengin. Á sérhverjuni
áfanga þeirra kynslóða reynist skólagangan sumpart til-