Saga - 1962, Page 95
ÚR SÖGU ÍSLENZKRA ATVINNUSKIPTA
435
efni og tilgangur flutninga, en sumpart afleiðing þess að
geta að henni lokinni tekið sér hin eftirsóttari störf í borg.
í gagnstæða átt, úr borg til dreifbýlis, halda einnig ýmsir
þeir, sem fá þar betur launuð störf en almenningur.
Hin breytta atvinnuslcipting þjóðar og ættar.
Búferlum aldamótakynslóðar var lokið, þegar Jón Jóns-
son lýsir 1939 þeim þriðjungi Reykjahlíðarættar (nálægt
400 manns), sem í Reykjavík bjó, auk veturgesta þar (tilv.
rit 103—104). Hann er þar að „benda á þann almenna
fróðleik, sem bókin gefur um ættina og fæst ekki nema hún
sé vel lesin, og mun ég bæta þar einhverju við frá sjálfum
ftiér . . . Það má heita svo,“ segir Jón, „að ég hafi þessa
vetur elt ættingja mína á röndum hér í bænum, þar sem
búsettur er nú nálægt þriðjungur allra afkomenda síra
Jóns. Ég hef komið inn á heimili flestra þeirra, sem hús-
Um ráða . . . heimilisástæðurnar, sem við mér hafa blasað.
Góð húsakynni, þó þau séu sumstaðar lítil. Engan veru-
legan skort að sjá, vonleysi eða trúleysi á framtíðina, held-
Ur hið gagnstæða. Fátækt og nokkur skortur mun vera til,
en engan veit ég um, sem á bænum lifir eða er atvinnu-
laus, af þeim sem unnið geta. Nokkur gamalmenni, sem
®ru hjá ættfólki sínu eða lifa af eigin efnum. Margir vinna
a skrifstofum, fást við verzlunar- og framleiðslustörf.
^eita nokkrir forstöðu hinum stærri fyrirtækjum hér í
bænum eða gegna stærri embættum. Verkamenn, sem svo
®rn nefndir, eru mjög fáir. Námsfólk er hér margt af ætt-
inni, er á hér ekki heima, en hverfur heim á sumrum eða
1 atvinnuleit víðsvegar um land.“
Það fólk, sem Jón lýsir þannig, er alþýða með eindregn-
ar niillistéttarhneigðir og nam þá rúmum hundraðasta
^nta af 37 þús. manna bæ, fyllti ögn stærra brot höfuð-
staðar en til 0.9% þjóðarbrotsins svaraði. Vitanlegt er, að
beir 6—700 ættingjar, sem bjuggu annarstaðar á landinu,
Voru með lægra teknameðaltal en þessir. Djarft orðar Jón,